Ríkisstjórnin hefur enn ekki sett á fót nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir fyrirheit sem gefin voru í stjórnarsáttmálanum sem undirritaður var þann 10. janúar síðastliðinn.
Í stjórnmálaályktun ársfundar Bjartrar framtíðar sem fór fram á föstudag kemur fram að flokkurinn leggi „mikla áherslu á að vinna við endurskoðun stjórnarskrár í samræmi við stjórnarsáttmála hefjist sem allra fyrst“. Þetta sé nauðsynlegt ef ná eigi markmiði stjórnarsáttmálans um að tillögur að stjórnlagabreytingum verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019.
Brátt verða fimm ár liðin síðan landsmenn gengu að kjörborðinu og kusu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda greiddi atkvæði með tillögunum og lýsti jafnframt yfir eindregnum stuðningi við að sett yrðu ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign auðlinda og innleiðingu persónukjörs. Enn hafa þó engar varanlegar stjórnlagabreytingar verið samþykktar á Alþingi, ekki einu sinni ákvæði um þjóðareign auðlinda sem 74 prósent kjósenda studdu.
Við þinglok árið 2013 var samþykkt bráðabirgðaákvæði …
Athugasemdir