Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Móðir Birnu gagnrýnir efnistök fjölmiðla

„Sum­ar lýs­ing­ar eru þess eðl­is að þær valda óbæri­leg­um sárs­auka, skapa hrylli­leg­ar mynd­ir í hug­skot­um þeirra sem þjást mest, fjöl­skyld­unn­ar,“ skrif­ar Vig­fús Bjarni Al­berts­son sjúkra­hús­sprest­ur, sem biðl­ar til fjöl­miðla að fara gæti­lega.

Móðir Birnu gagnrýnir efnistök fjölmiðla
Birna Brjánsdóttir Réttarhöld standa yfir vegna máls hennar.

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, gagnrýnir efnistök fjölmiðla í fréttaflutningi af réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Olsen sem staðið hafa yfir undanfarna daga.

Dæmi eru um að grafískum lýsingum á morðinu á Birnu hafi verið slegið upp í fyrirsagnir. Þannig birtist til dæmis stór frétt með yfirskriftinni Birna fékk tvö högg eftir að henni byrjaði að blæða á DV.is í gær. Á Vísi var það orðalag notað í frétt að réttarhaldanna hefði verið beðið með eftirvæntingu.

„Ég get ekki á mér setið. Fyrir hvern nákvæmlega eru fjölmiðlar að skrifa?“ skrifar móðir Birnu á Facebook-síðu sinni. Telur Sigurlaug að með nákvæmum og grafískum textalýsingum úr dómssal sé verið að hlutgera dóttur hennar.

„Allir fjölmiðlar hafa verið að runka sér í því að hlutgera dóttur mína síðustu daga. Á Vísi var skrifað „það hafði verið beðið eftir þessum réttarhöldum með eftirvæntingu ...“ Hver beið með eftirvæntingu? Er þetta hollt fyrir einhvern? Eru fordæmi fyrir þessum fjölmiðlahryllingi í einhverju öðru landi?“

Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur, birti opna orðsendingu á Facebook í gær þar sem hann biðlaði til fjölmiðla fyrir hönd foreldra Birnu:

Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.

Þá birti Gylfi Þór Þorsteinsson, sonur konu sem lést af áverkum eftir alvarlega líkamsárás fyrir tuttugu árum síðan, færslu þar sem hann gagnrýndi fjölmiðlaumfjöllunina um réttarhöldin yfir Birnu:

Þessa dagana fara fram réttarhöld sem setja nýtt viðmið í umfjöllun um morðmál.

Viðmið sem mér líkar alls ekki við, fyrir um 20 árum síðan var móðir mín myrt, hún var barin til bana af bróður sínum. Það var mikil áfall, fyrir mig, föður minn og alla þá sem okkur þekktu, og já einnig fjölskyldu bróður hennar. Áfallinu lauk ekki við jarðaför, við gátum ekki litið svo á að nú væri einhverju ferli lokið, því við tóku réttarhöld, fyrst fyrir héraðsdóm og svo fyrir Hæstarétti. Ég treysti mér ekki til að vera viðstaddur Héraðsdóm, ástæðan var sú að þar yrði greinagóðar lýsingar á því hvernig bróðir mömmu fór með hana fram í andlátið. Ég þakka fyrir, að þótt umfjöllun hafi svo sannarlega verið í fjölmiðlum, þá voru greina -góðar lýsingar á höggum, blóðslettum og hvernig síðustu stundir mömmu voru, ekki birtar í fjölmiðlum.

Ég þekki það betur en margir, hve lestur, hlustun, áhorf eða smellir skipta fjölmiðla máli. Vann við fjölmiðla frá árinu 1991 til 2013, og meðal annars, á meðan mál móður minnar kom upp. Ýmislegt birtist í þessum miðlum, sumt rétt annað einfaldlega rangt og ómögulegt var fyrir okkur að koma réttum upplýsingum til skila, það skipti okkur máli, því þessar röngu upplýsingar særðu líka.

Ég á 3 börn, einhvern tíma munu þau lesa dómsgögnin og sjá hvað lífið getur verið grimmt, en þá munu þau gera það á sínum forsendum. Ekki forsendum lesturs, hlustunar, áhorfs eða smella. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er eins og ég kom inn á í upphafi, réttarhöldin vegna máls Birnu. Er það í almannaþágu að við þurfum grafískar lýsingar á áverkum? Hjálpar þetta þjóðinni að jafna sig á þessu hræðilega máli? Aldrei fyrr hefur morðmál á Íslandi fengið eins grafíska lýsingu og nú, og ég vona að fjölmiðlar átti sig á að fréttagildið getur verð alveg það sama ef við sleppum því.

Nú er þessu ranti mínu lokið og ég mun eflaust halda áfram næstu daga að sjá spaugulegu hliðina á lífinu, en ég veit af eigin reynslu að ættingar og vinir Birnu, munu ekki geta það. Ekki strax og allra síst á meðan þau þurfa að hlustu, horfa eða lesa um þessi síðustu andartök stelpunar sem þau elskuðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár