Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hannes Hólmsteinn varar við innflytjendum sem „láta greipar sópa“

Há­skóla­pró­fess­or­inn Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son var­ar við því að flótta­menn og inn­flytj­end­ur hreinsi úr sjóð­um Ís­lend­inga. At­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda er jafn­há Ís­lend­inga al­mennt.

Hannes Hólmsteinn varar við innflytjendum sem „láta greipar sópa“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson háskólaprófessor Vill aðeins innflytjendur sem vilja vinna.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands sem unnið hefur að skýrslu fyrir íslenska ríkið um erlenda áhrifaþætti hrunsins undanfarin ár, varar við innflytjendum „sem láta greipar sópa um þá sjóði sem við höfum safnað í fyrir okkur sjálf“. 

Hannes, sem var lengi einn mest áberandi hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, segist „ekki ætla að una því að vera kallaður rasisti“ vegna viðvarana sinna. Hann var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og lýsti þar skoðunum sínum á æskilegum og óæskilegum innflytjendum og kallaði eftir því að 24 tíma reglan yrði tekin upp hér á landi. Í reglunni felst að hælisumsóknir flóttamanna eru afgreiddar á innan við sólarhring.

„Aðkomumenn láta greipar sópa“

Hannes telur að í skoðunum sínum um æskilega og óæskilega flóttamenn og öfgamúslima felist enginn rasismi. „Ég verð að játa það að ég ætla ekki að una því þó ég láti í ljós þessar skoðanir að vera kallaður rasisti eða fasisti. Það er ekki neinn fasismi að vilja ekki fá brotamenn til landsins. Öfgamúslima sem vilja segja okkur fyrir verkum og að konur gangi í búrkum. Það er ekki neinn rasismi eða fasimi. Og það er ekki neinn rasismi eða fasismi ef ég segi að velferðarríki sem við höfum byggt upp hér í hundrað ár og veitir okkur mikið öryggi, ef það koma aðkomumenn og láta bara greipar sópa um þá sjóði sem við höfum safnað í fyrir okkur sjálf. Ísland getur ekki leyst vanda heimsins. Við erum lítil fámenn þjóð á hjara veraldar og við höfum komið okkur upp, þrátt fyrir óblíða náttúru, gott land og við eigum að halda því,“ segir Hannes.

Skilgreinir æskilega innflytjendur

Hannes er yfirlýstur frjálshyggjumaður og styður frelsi einstaklingsins. Hann er hlynntur innflutningi fólks, en með þeim skilyrðum að fólkið flokkist undir það sem hann skilgreinir sem „æskilega innflytjendur“.  Hann útskýrði ekki hvernig greina væri hægt á milli æskilegra og óæskilegra innflytjenda, með öðrum hætti en viljanum til að vinna og svo öfgum í trúarbrögðum. 

„En óæskilegu innflytjendurnir eru þeir sem vilja bara fara á velferðarbætur“

Hannes sagði jafnframt að sér þætti æskilegur innflutningur á fólki til dæmis felast í því að hann gæti farið til Danmerkur og unnið. „Eða ef við hefðum boðið gyðingana velkomna sem komu hérna með fullar hendur fjár og voru duglegir tónlistarmenn og iðnaðarmenn hér fyrir heimstyrjöld. Það eru æskilegu innflytjendurnir. En óæskilegu innflytjendurnir eru þeir sem vilja bara fara á velferðarbætur og vilja fara að segja okkur hvernig við eigum að hafa heiminn,“ segir Hannes. „Ég er hlynntur frjálsum innflutningi á fólki ef það er á eðlilegum forsendum, það er að segja ef það er fólk sem vill flytja inn til þess að vinna. En á síðustu tímum hafa orðið til velferðarríki þannig að fólk sem flytur til Danmerkur og Svíþjóðar fær velferðarbætur. Svo er til annað sem er öfgamúslimastefna, þannig að fólk sem að flytur til Hollands, öfgamúslimar, fara skyndilega að gefa Hollendingum fyrirskipanir. Það er svipað og ef þú leigir út á Airbnb herbergi í húsinu og það kemur einhver leigjandi og hann fer að segja þér hvernig þú átt að vera klæddur,“ segir Hannes.

Samkvæmt skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, frá því í fyrra, er atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi afar há. 

84 prósent Íslendinga eru virkir á vinnumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að atvinnuþátttaka innflytjenda er 84 prósent. Meðaltalið í ríkjum OECD er mun lægra, eða 65 prósent.

Gagnrýnir flóttamannaiðnað

Hannes segir að um „óæskilegu flóttamennina“ sé að verða til iðnaður. „Þeir valda svo miklum erfiðleikum og það verða til svo margir starfsmenn í kringum þá og þeir eru að verja sín störf. Fólk sem er í þessum geira, lögfræðingar og ýmsir umönnunaraðilar þeir sjá þarna risastórt verkefni og atvinnutækifæri fyrir sig.“

„Þeir valda svo miklum erfiðleikum“

Þá kallaði Hannes í útvarpsþættinum eftir því að 24 tíma reglan yrði tekin upp hér á landi. „Við ættum alveg hiklaust að taka upp 24 tíma regluna. Við erum þetta friðsæla land. Alltaf þegar ég kem til þessa lands eftir dvöl erlendis verð ég feginn að vera kominn til þessa friðsæla, örugga griðastaðar og reitar á jörðinni. Það sem við verðum að gera með öllum ráðum er að halda áfram að hafa þetta sem griðastað og friðarstað í heiminum,“ segir Hannes.

Áður hefur Hannes lýst því yfir að hann vilji að konum sé bannað að bera blæjur. Auðvitað á ekki að banna konum að bera blæjur, af því að þær séu trúartákn. Það á að banna þeim það, af því að menn eiga ekki að fá að dulbúa sig á almannafæri, því að þá geta þeir komist undan ábyrgð á verkum sínum,“ skrifaði prófessorinn á Facebook-síðu sína.

Varar við hópi ungra manna

Þá vakti Hannes sérstaka athygli á þjóðerni árásarmanna í Þýskalandi í fyrra.  „Viljum við þetta á Íslandi? Takið eftir því, hvaðan árásarmennirnir eru,“ skrifaði Hannes á Facebook þar sem deildi frétt um hópárás í Köln í Þýskalandi. Fram kemur í fréttinni að borgarstjórinn hafi kallað lögregluna til neyðar­fund­ar eft­ir að 80 kon­ur í borg­inni til­kynntu kyn­ferðis­leg­ar árás­ir og rán á ný­ársnótt. Haft er eft­ir hon­um að gerendur séu af ar­ab­ísk­um og norður-afr­ísk­um upp­runa.

Hannes, sem meðal annars hefur kennt stjórnmálaheimspeki við háskólann, hefur látið talsvert að sér kveða í umræðum um flóttamanna- og fjölmenningarmál. Í pistli sem Hannes birti í september varaði hann við því að Íslendingar tækju á móti „ungum, atvinnulausum, ómenntuðum og herskáum körlum, sem munda farsímann í dag, en ef til vill eitthvað verra tæki annað á morgun“. Þá hefur prófessorinn hvatt fólk til að bera saman „lista yfir gyðinga, sem hafa fengið Nóbelsverðlaun, og Araba, sem hafa fengið Nóbelsverðlaun“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár