Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt fundaði með styrkveitendum Viðreisnar í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum

Formað­ur Við­reisn­ar hitti for­stjóra Brims og HB Granda og fund­aði með þeim um sjáv­ar­út­vegs­mál dag­inn áð­ur en hann átti frum­kvæði að því að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um við Vinstri græn, Pírata og Sam­fylk­ingu var slit­ið. Út­gerð­ar­fé­lög­in veittu Við­reisn veg­lega styrki.

Benedikt fundaði með styrkveitendum Viðreisnar í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum
Úr stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt taldi að ekki næðist saman. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fundaði með tveimur styrkveitendum flokksins úr hópi útgerðarmanna daginn áður en það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í lok nóvember 2016. 

Guðmundur Kristjánssonforstjóri Brims.

Hann hitti Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, og Guðmund Kristjánsson kenndan við Brim á skrifstofu þess síðarnefnda þann 22. nóvember og ræddi við þá um sjávarútvegsstefnu Viðreisnar. 

Samkvæmt upplýsingum sem Ríkisendurskoðun birti á dögunum styrktu bæði HB Grandi og Brim hf. Viðreisn um lögbundið hámarksframlag einstaklinga og lögaðila til stjórnmálasamtaka, í fyrra, eða um samtals 800 þúsund krónur.

Fundur Benedikts með Guðmundi og Vilhjálmi vakti fjölmiðlaathygli eftir að útvarpsmaðurinn Frosti Logason greindi frá því á Facebook að sést hefði til Benedikts við húsakynni Brims. Þá var hins vegar ekki vitað að Brim og HB Grandi væru í hópi þeirra fyrirtækja sem veittu hæstu styrkina til Viðreisnar. Sem kunnugt er hafði Viðreisn auglýst sig sem flokk almannahagsmuna gegn sérhagsmunum fyrir þingkosningar og sagst ætla að beita sér fyrir uppboðsleið í sjávarútvegi, aðgerð sem fulltrúar útgerðarinnar hafa hamast gegn.

„Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur,“ skrifaði Frosti. 

Benedikt brást illa við ummælum útvarpsmannsins og sakaði hann um lágkúru. Um leið viðurkenndi hann þó að hafa hitt útgerðarmennina og fundað með þeim um sjávarútvegsmál og sjávarútvegsstefnu Viðreisnar þegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm stóðu sem hæst. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar,“ skrifaði Benedikt.

Daginn eftir fundinn, þann 23. nóvember, greindi Benedikt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna sem fór þá með stjórnarmyndunarumboðið, frá því að hann hefði ekki sannfæringu fyrir því að stjórnarmyndun tækist og var viðræðunum slitið í kjölfarið. Haft var eftir fulltrúum annarra flokka í Stundinni að Viðreisn hefði sýnt litla samningaviðleitni; Benedikt hefði þagað á fundum og haft fátt til málanna að leggja. Viðreisn hefði staðið gegn því að ráðist yrði í auknar tekjuöflunaraðgerðir til að hægt væri að standa undir útgjaldaaukningu til heilbrigðismála og innviðafjárfestinga strax á árinu 2017. Á þessum tíma hafði þó náðst breið samstaða meðal flokkanna fimm um að látið yrði reyna á uppboð á aflaheimildum í einhverri mynd, að minnsta kosti í tilraunaskyni, en þá átti eftir greiða úr ýmsum álitamálum um útfærslu og framkvæmd slíkrar leiðar. 

Aftur var látið reyna á viðræður flokkanna fimm um stjórnarmyndun í desember þegar Píratar fóru með stjórnarmyndunarumboð forseta. Þá slitnaði einnig upp úr ferlinu vegna ólíkra áherslna Viðreisnar og Vinstri grænna, eða eftir að Benedikt óskaði eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur og tjáði henni þá skoðun sína að erfitt yrði að brúa bilið milli ólíkrar stefnu Viðreisnar og Vinstri grænna og velti fyrir sér hvort réttast væri að flokkarnir slitu viðræðunum í sameiningu. 

„Ég veit ekki hvað gerðist á þeim fundi en þetta minnti mig á það sem gerðist í fyrri viðræðum. Það var allt í einu engin trú á að þetta væri hægt,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata í viðtali við Stundina.

Stundin greindi frá því skömmu síðar að Katrín Jakobsdóttir hefði tjáð þingflokki Vinstri grænna að formaður Viðreisnar hefði sagst ekki haft trú á að viðræðurnar myndu skila árangri. Hann hefði hvatt til þess að þau færu sameiginlega með þau skilaboð inn á formannafundinn að of langt væri á milli flokkanna.

Viðreisnarfólk hefur þó kennt Vinstri grænum um að viðræðunum var slitið. „Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna,“ sagði í tilkynningu sem Viðreisn sendi út á sínum tíma. Þá hafa Píratar, m.a. Einar Brynjólfsson þingmaður flokksins, bent á Björn Val Gíslason, fráfarandi varaformann Vinstri grænna, en hann var einn af fulltrúum Vinstri grænna í fyrri stjórnarmyndunarviðræðunum og lét hafa eftir sér í fjölmiðlum, meðan þær seinni stóðu yfir, að betra væri að VG færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum heldur en að mynduð yrði hrein hægristjórn. 

Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár