Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Thomas vísar á félaga sinn með hvarfið á Birnu Brjánsdóttur

Thom­as Møller Ol­sen er ákærð­ur fyr­ir morð­ið á Birnu Brjáns­dótt­ur, en hag­ar vitn­is­burði sín­um fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­ness þannig að hann seg­ir Ni­kolaj hafa keyrt í burtu með Birnu Brjáns­dótt­ur og síð­ar ver­ið „æst­ur“.

Thomas vísar á félaga sinn með hvarfið á Birnu Brjánsdóttur
Thomas í dómssal Thomas Möller Olsen huldi sig með teppi á leiðinni úr dómssal. Mynd: Pressphotos

Thomas Møller Olsen, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttir síðasta vetur, hefur breytt framburði sínum verulega og vísar nú til skipsfélaga síns, Nikolaj. Hann segist nú aldrei hafa séð Birnu Brjánsdóttur, en í skýrslutökum hjá lögreglu taldi hann hana hafa komið inn í rauða Kia Rio bifreið sem hann hafði á leigu.

Eftir að hafa yfirfarið sönnunargögn í málinu og rætt við vitni hafði lögreglan hins vegar ákvarðað að ákæra eingöngu Thomas Møller. Hann segir þetta vera misskilning.

Í beinni útsendingu Vísis.is er haft eftir í framburði Thomasar að hann hafi fyrir mistök sagt rangt frá atburðarásinni.

Þá segir hann lögreglu hafa verið „vonda við sig“, kallað sig illum nöfnum og vakið sig reglulega og öskrað: „Hvar er hún?! Hvar er hún?!“

Auk þess hafi lögreglan hótað að ræða við kærustuna hans um að hann væri skrímsli. Thomas segist hafa verið undir mikilli pressu og viljað hjálpa. „Mig langaði svo að hjálpa að ég sagði óvart ósatt hvað hafði gerst,“ hefur Vísir eftir Thomasi.

Nikolaj OlsenKemur fyrir Héraðsdóm Reykjanaess til að bera vitni.

 

„Hann keyrir í burtu“

Í framburðinum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun virtist Thomas vilja benda á Nikolaj sem mögulegan geranda hans í stað. Hann segir að Nikolaj hafi beðið um „smá prívat tíma með konunni“.

Vísir hefur eftir Thomasi að hann bendir á Nikolaj. „Svo fór ég út að pissa, fór í smá göngu í kringum tré. Ég sá stórt hvítt hús. Nikolaj spjallaði við konuna meðan ég var úti. Ég sé að hann keyrir í burtu, ég man ekki hve lengi hann var í burtu. Ég hafði misst eða týnt símanum mínum og gat ekki haft samband við hann.“

Thomas segir Nikolaj hafa verið í burtu með stúlkuna í bílnum í nokkra tíma. Það hafi verið kalt og hann hafi fundið vel fyrir kuldanum. Þetta stangast á við gögn málsins. Fram hefur komið að bíllinn hafi sést í eftirlitsmyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kopavogs og Garðabæjar kl. 05.53. Nokkrum mínútum síðar, eða um kl. 06:10, kemur bíllinn svo inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn og stíga báðir skipverjarnir þar úr bílnum. Um klukkan sjö ekur Thomas síðan einn á brott í bílnum og neitar nú fyrir dómi að segja til um hvað hann hafi verið að gera á bílnum til klukkan ellefu sama dag.

Thomas segir að Nikolaj hafi komið einn til baka. „Ég spurði hvar konan væri. Og hann sagði að hún væri rétt hjá og hún ákvað bara að labba heim.“

Ennfremur lýsir Thomas að Nikolaj hafi hegðað sér undarlega. „Nikolaj var búinn að færa sig í farþegasætið. Hann var að nudda hendurnar sínar ... hann var svolítið æstur.“

Sjálfur segist Thomas hafa séð blett í bílnum um morguninn og því ákveðið að þrífa hann. 

Á reiki hjá Thomasi hvort tvær konur voru í bílnum

Framburður Thomasar, þegar kemur að því hvort tvær konur hafi verið í bifreið þeirra, skarast á við framburð vitnis í málinu, vélstjóra á Polar Nanoq. Thomas segir að Nikolaj hafi sagt sér að konurnar væru tvær í bílnum, en samkvæmt vélstjóra á skipinu greindi Nikolaj frá því um borð að hann myndi ekki eftir því að konurnar hefðu verið tvær, en að Thomas hefði sagt svo vera.

Þá segist Thomas hafa verið með klórför á bringunni vegna þess að hann klóri sér svo mikið í svefni.

Því er ljóst að bæði hefur Thomas breytt framburði sínum og svo hefur hann ákveðið að varpa grun á Nikolaj, félaga sinn. 

Nikolaj er nú að bera vitni fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár