Það var um 1980 og í Kanada lá rúmlega níræður maður fyrir dauðanum. Stund hans var komin, fjölskyldan safnaðist til hans, hann átti börn og barnabörn og barnabarnabörn, hann hafði lifað rólega ævi og átakalitla, nú var komið að kveðjustundinni og vitund hans var farin að minnka. En fjölskyldunni til mikillar skelfingar varð sú kveðjustund hvorki friðsæl né fögur. Gamli maðurinn varð allt í einu skelfingu lostinn, hann byltist um og hrópaði, það mátti að lokum heita að hann væri viti sínu fjær. Það var fátt hægt að skilja af þeim orðum sem hann veinaði á banasænginni, en ættingjarnir skildu þó að hann var sífellt að rifja upp í huga sér eitthvað hræðilegt, eitthvað alveg ógnarlegt sem hafði gerst. Og fólkið stóð ráðvillt yfir rúmi gamla mannsins, það var reynt að róa hann en ekkert gekk og hann dó að lokum kjökrandi úr hræðslu.
Það var aðeins einn úr hópi …
Athugasemdir