Nú er tími garðveislanna og fátt kemur fólki í betra sumarskap en ljúffengt ávaxtapúns. Það eru til óteljandi gerðir af slíku púnsi og fer eftir smekk, samsetningu gesta og tilefni veislunnar hversu mikið áfengi fólk vill nota í það. Prosecco eða önnur freyðivín eru nokkuð öruggt val í slíka drykki, hæfilega lítil alkóhólprósenta og ekkert segir sumar eins hátt og skýrt og freyðandi böbblí. Það er sjálfsagt að prófa sig áfram þar til maður finnur þá samsetningu sem manni líkar best og ekkert því til fyrirstöðu að skipta einum ávaxtasafa út fyrir annan ef vill. Það skiptir mestu að skemmta sér og njóta samvista við vini og fjölskyldu í góða veðrinu.
Hér fylgja þrjár uppskriftir að veislupúnsi en það er hægur vandi að sleppa brenndu vínunum ef ekki er meiningin að fólk finni á sér.
Epla- og Proseccopúns
400 ml skýjaður eplasafi
200 ml vodka
safi úr 2 …
Athugasemdir