Þórdís Filipsdóttir, kjarnþjálfari og eigandi Tveggja heima, sem er heildræn heilsumiðstöð, á margar ljúfar minningar um mat. Flestar tengjast þær fjölskyldu hennar og æsku, en eftir að hún varð fullorðin kynntist hún manni sem eldaði fyrir hana satay-kjúkling á indónesíska vísu og þar með var hjarta hennar unnið.
Ísskápsbomba mömmu
Ísskápsbomban hennar mömmu er einn af mínum uppáhaldsréttum. Þetta er réttur í stöðugri þróun og verður betri í hvert skipti sem mamma eldar hann.
Ísskápsbomban er allt sem er til í ísskápnum með osti yfir.
Ég ólst upp við þennan rétt og hann var alltaf betri og betri í hvert skipti.
Mamma sagði mér að systir ömmu hefði kennt sér að matreiða ísskápsbombuna, það eina sem þyrfti væri gott fat og nóg af osti.
Satay-kjúklingur Palla
Hnetusósu-Satay-kjúklingurinn hans Palla míns er mér kær. Þeir segja að konan lokki manninn til sín með góðri eldamennsku. Palli afsannaði þá klisju …
Athugasemdir