Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Pútin í vanda staddur: Má keisari sjá brjóst?

Pútin í vanda staddur: Má keisari sjá brjóst?
Mathilde og Nikulás Hún er leikin af pólsku leikkonunni Mikalínu Olszansku, hann af þýska leikaranum Lars Eidinger.

Nú er Vladimír Pútin Rússlandsforseti í vanda staddur. Í október næstkomandi á að frumsýna austur í hinu víðáttumikla landi hans kvikmynd sem þegar hefur valdið miklum deilum, þótt enginn hafi séð hana ennþá.

Og þar sem Rússland er nú þannig að þar kemur allt til kasta Pútins fyrr eða síðar, þá er nokkuð víst að það verður lagt fyrir hann að leysa úr þessum deilum.

Og fyrir Pútin er gallinn sá að báðir deiluaðilar eru stuðningsmenn hans dágóðir.

Alexei Útjitel heitir kvikmyndaleikstjóri austur í Rússlandi sem nú er kominn nokkuð nálægt sjötugu. Hann var upphaflega kvikmyndatökumaður en laust fyrir aldamótin fór hann að gera sínar eigin myndir og komst fljótlega í hóp virtra leikstjóra þar, þótt myndir hans hafi ekki orðið ýkja þekktar á Vesturlöndum.

Nema hvað nú ætlar Útjitel að frumsýna myndina Mathilde, og um hana stendur styrrinn.

Mathile Ksessinskæja.

Myndin fjallar um ballerínuna Mathildu Ksessinskæju. Hún fæddist árið 1872, var í rauninni pólsk en flest hennar fólk dansaði í Pétursborg við Keisaralega ballettinn. 

Hún reyndist verulegum hæfileikum gædd og 1890 þegar hún var aðeins 17 ára gömul dansaði hún dúett á útskriftarsýningu ballettskólans sem rekinn var við Keisaralega ballettinn.

Alexander III keisari og fjölskylda hans var í áhorfendasalnum, þar á meðal Nikulás ríkisarfi, sem þá var 22ja ára.

Nikulás heillaðist af ungu ballerínunni og urðu þau elskendur. Sambandið stóð í þrjú ár en þá þurfti Nikulás að kvænast einhverri prinsessu til að viðhalda „bláa blóðinu“ og gekk að eiga Alix nokkra frá Þýskalandi, sem fékk heitið Alexandra í Rússlandi.

Þá sagði Nikulás skilið við Mathilde og er ekki vitað til að það hafi verið honum þung raun, enda var hann daufgerður maður tilfinningalega.

Sjálfsagt er þó smíðaður úr því heilmikill harmleikur í mynd Útjitels.

Mathilda var ósmeyk við að nota kynni sín af Nikulási (sem varð keisari 1894) til að koma sér áfram í ballettheiminum. Hún þótti ekki vönd að meðulum og einn helsti ballettmeistarinn við leikhúsið lét svo um mælt að þótt hún væri frábær dansari væri hún „svín“ persónulega.

Og hún hélt sig við Rómanov-ættina í ástamálum því hún gerðist ástkona tveggja frænda Nikulásar og þegar hún eignaðist son gat hún ekki sagt til um hvor þeirra væri faðirinn.

Gjörðist hún nú æ frægari og ríkari um skeið.

Eftir valdarán Bolsévíka 1917 fluttist Mathilda til Parísar og bjó þar síðan. Hún giftist öðrum Rómanov-frændanum, rak ballettskóla, hélt sýningar og kom ágætlega undir sig fótunum þótt ekki lifði hún jafn praktuglega og í Rússlandi.

Hún dó 99 ára árið 1971.

Nema hvað - ástæða fyrir því að mynd Útjitels um Mathildu vekur nú deilur er sú að í stiklu, sem sett hefur verið í sýningu, sést að á úrskriftarsýningunni frægu hefur Mathilda vísvitandi eða af slysni misst niður hlýra á búningi sínum svo það hefur sést í annað brjóstið. 

Og það er svívirða, finnst sumum rétttrúuðum Rússum.

Ástæðan er sú að árið 2000 voru Nikulás og fjölskylda hans gerð að dýrlingum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Og það þykir óguðlegt að gefa í skyn að í helgum dýrlingi, eins og Nikulás er nú, kunni að hafa kviknað kynferðislegar kenndir við að sjá kvenmannsbrjóstið.

Þetta er það sem deilurnar snúast um.

Ég er ekki að grínast. Rússnesku kirkjunni og stuðningsmönnum hennar finnst þetta guðlast og svívirða og skuli slíkt klám um helgan dýrling aldrei líðast.

Og nú vill svo til að Vladimír Pútin hefur einmitt haft velþóknun á vaxandi trúarofstæki rússnesku kirkjunnar.

Af því kirkjan styður hann eindregið, eins og hún studdi Nikulás keisara á sínum tíma. 

Kirkjunnar menn hafa krafist þess að Pútin stöðvi þessa ósvinnu.

Gallinn er sá að Alexei Útjitel er líka í hópi stuðningsmanna Pútins. Hann skráði sig til dæmis á lista sem lýsti ánægju sinni með innlimun Krímskaga fyrir fáeinum árum.

Og hefur síðan verið í náð Pútins.

Þetta gæti orðið athyglisverður kafli í þeim menningarstríðum sem nú eru að brjótast út í Rússlandi eins og allsstaðar þar sem einræði að teygja út anga sína.

Pútin mun nú hafa farið fram á að fá sérstaka sýningu fyrir sig í Kreml þar sem hann getur litið á það sem tilbúið er af myndinni.

Einmitt þannig hagaði Stalín sér líka.

Hann varð að leggja blessun sína yfir alla listsköpun í Sovétríkjunum sálugu.

Alla vega er talið að þessi forsýning sé til merkis um að Pútin líti verk Útjitels með velþóknun. 

En kirkjan hefur ekki sagt sitt síðasta orð!

Auðvitað má ekki gefa á nokkurn hátt í skyn að „saurugar hugsanir“ hafi hugsanlega kviknað í hreinum huga dýrlingsins!

Látum vera þótt Nikulás hafi kúgað alþýðuna, fangelsað baráttumenn fyrir mannréttindum, bælt niður umbætur af öllu tagi, það er allt í lagi.

En að það hafi hugsanlega farið kippur um hann neðanverðan við að berja augun kvenmannsbrjóst, það gengur ekki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár