Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Pútin í vanda staddur: Má keisari sjá brjóst?

Pútin í vanda staddur: Má keisari sjá brjóst?
Mathilde og Nikulás Hún er leikin af pólsku leikkonunni Mikalínu Olszansku, hann af þýska leikaranum Lars Eidinger.

Nú er Vladimír Pútin Rússlandsforseti í vanda staddur. Í október næstkomandi á að frumsýna austur í hinu víðáttumikla landi hans kvikmynd sem þegar hefur valdið miklum deilum, þótt enginn hafi séð hana ennþá.

Og þar sem Rússland er nú þannig að þar kemur allt til kasta Pútins fyrr eða síðar, þá er nokkuð víst að það verður lagt fyrir hann að leysa úr þessum deilum.

Og fyrir Pútin er gallinn sá að báðir deiluaðilar eru stuðningsmenn hans dágóðir.

Alexei Útjitel heitir kvikmyndaleikstjóri austur í Rússlandi sem nú er kominn nokkuð nálægt sjötugu. Hann var upphaflega kvikmyndatökumaður en laust fyrir aldamótin fór hann að gera sínar eigin myndir og komst fljótlega í hóp virtra leikstjóra þar, þótt myndir hans hafi ekki orðið ýkja þekktar á Vesturlöndum.

Nema hvað nú ætlar Útjitel að frumsýna myndina Mathilde, og um hana stendur styrrinn.

Mathile Ksessinskæja.

Myndin fjallar um ballerínuna Mathildu Ksessinskæju. Hún fæddist árið 1872, var í rauninni pólsk en flest hennar fólk dansaði í Pétursborg við Keisaralega ballettinn. 

Hún reyndist verulegum hæfileikum gædd og 1890 þegar hún var aðeins 17 ára gömul dansaði hún dúett á útskriftarsýningu ballettskólans sem rekinn var við Keisaralega ballettinn.

Alexander III keisari og fjölskylda hans var í áhorfendasalnum, þar á meðal Nikulás ríkisarfi, sem þá var 22ja ára.

Nikulás heillaðist af ungu ballerínunni og urðu þau elskendur. Sambandið stóð í þrjú ár en þá þurfti Nikulás að kvænast einhverri prinsessu til að viðhalda „bláa blóðinu“ og gekk að eiga Alix nokkra frá Þýskalandi, sem fékk heitið Alexandra í Rússlandi.

Þá sagði Nikulás skilið við Mathilde og er ekki vitað til að það hafi verið honum þung raun, enda var hann daufgerður maður tilfinningalega.

Sjálfsagt er þó smíðaður úr því heilmikill harmleikur í mynd Útjitels.

Mathilda var ósmeyk við að nota kynni sín af Nikulási (sem varð keisari 1894) til að koma sér áfram í ballettheiminum. Hún þótti ekki vönd að meðulum og einn helsti ballettmeistarinn við leikhúsið lét svo um mælt að þótt hún væri frábær dansari væri hún „svín“ persónulega.

Og hún hélt sig við Rómanov-ættina í ástamálum því hún gerðist ástkona tveggja frænda Nikulásar og þegar hún eignaðist son gat hún ekki sagt til um hvor þeirra væri faðirinn.

Gjörðist hún nú æ frægari og ríkari um skeið.

Eftir valdarán Bolsévíka 1917 fluttist Mathilda til Parísar og bjó þar síðan. Hún giftist öðrum Rómanov-frændanum, rak ballettskóla, hélt sýningar og kom ágætlega undir sig fótunum þótt ekki lifði hún jafn praktuglega og í Rússlandi.

Hún dó 99 ára árið 1971.

Nema hvað - ástæða fyrir því að mynd Útjitels um Mathildu vekur nú deilur er sú að í stiklu, sem sett hefur verið í sýningu, sést að á úrskriftarsýningunni frægu hefur Mathilda vísvitandi eða af slysni misst niður hlýra á búningi sínum svo það hefur sést í annað brjóstið. 

Og það er svívirða, finnst sumum rétttrúuðum Rússum.

Ástæðan er sú að árið 2000 voru Nikulás og fjölskylda hans gerð að dýrlingum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Og það þykir óguðlegt að gefa í skyn að í helgum dýrlingi, eins og Nikulás er nú, kunni að hafa kviknað kynferðislegar kenndir við að sjá kvenmannsbrjóstið.

Þetta er það sem deilurnar snúast um.

Ég er ekki að grínast. Rússnesku kirkjunni og stuðningsmönnum hennar finnst þetta guðlast og svívirða og skuli slíkt klám um helgan dýrling aldrei líðast.

Og nú vill svo til að Vladimír Pútin hefur einmitt haft velþóknun á vaxandi trúarofstæki rússnesku kirkjunnar.

Af því kirkjan styður hann eindregið, eins og hún studdi Nikulás keisara á sínum tíma. 

Kirkjunnar menn hafa krafist þess að Pútin stöðvi þessa ósvinnu.

Gallinn er sá að Alexei Útjitel er líka í hópi stuðningsmanna Pútins. Hann skráði sig til dæmis á lista sem lýsti ánægju sinni með innlimun Krímskaga fyrir fáeinum árum.

Og hefur síðan verið í náð Pútins.

Þetta gæti orðið athyglisverður kafli í þeim menningarstríðum sem nú eru að brjótast út í Rússlandi eins og allsstaðar þar sem einræði að teygja út anga sína.

Pútin mun nú hafa farið fram á að fá sérstaka sýningu fyrir sig í Kreml þar sem hann getur litið á það sem tilbúið er af myndinni.

Einmitt þannig hagaði Stalín sér líka.

Hann varð að leggja blessun sína yfir alla listsköpun í Sovétríkjunum sálugu.

Alla vega er talið að þessi forsýning sé til merkis um að Pútin líti verk Útjitels með velþóknun. 

En kirkjan hefur ekki sagt sitt síðasta orð!

Auðvitað má ekki gefa á nokkurn hátt í skyn að „saurugar hugsanir“ hafi hugsanlega kviknað í hreinum huga dýrlingsins!

Látum vera þótt Nikulás hafi kúgað alþýðuna, fangelsað baráttumenn fyrir mannréttindum, bælt niður umbætur af öllu tagi, það er allt í lagi.

En að það hafi hugsanlega farið kippur um hann neðanverðan við að berja augun kvenmannsbrjóst, það gengur ekki.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár