Hann vildi leggja Ísland í eyði

Korn­ung­ur var Jón Ólafs­son á full­um laun­um sem lobbí­isti á veg­um Banda­ríkja­stjórn­ar. Verk­efn­ið? Að flytja alla Ís­lend­inga til hins óbyggða Alaska. Saga Jóns er ein­stök og æv­in­týra­leg.

Hann vildi leggja Ísland í eyði
Alaska Land öfga, eins og Ísland. Hér sést Mendenhall-jökullinn, skammt frá Junaeu, höfuðborg Alaska í suðausturhluta ríkisins. Mynd: Shutterstock

„Vaknaðu, Jón, vaknaðu. Þín bíður skip niðri við höfn. Það leggur af stað til Skotlands eftir tvær klukkustundir.“

Einhvern veginn svona gætu Páli Ólafssyni skáldi hafa farizt orð við litla bróður sinn, Jón, um miðja nótt í Reykjavík seint í júlí 1873.

Jón Ólafsson hafði verið dæmdur í 200 ríkisdala sekt og til fangelsisvistar að auki fyrir að skrifa óhróður um landshöfðingjann, æðsta embættismann Dana hér á landi, í „landshöfðingjahneykslinu“ svokallaða. Hann gat búizt við því á hverri stundu að verða handtekinn og stungið í steininn.

Jón ÓlafssonUngur maður dæmdur til sektar fyrir að skrifa „óhróður“.

Það þótti Páli ekki geðfelld tilhugsun, svo að hann hafði laumazt til að kaupa far handa Jóni með póstskipinu Díönu, sem sigldi til Skotlands og Danmerkur. Frá Skotlandi átti leið Jóns að liggja til Ameríku.

Það voru 23 ár á milli þeirra bræðra, en Páll hafði verið með annan fótinn í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár