„Vaknaðu, Jón, vaknaðu. Þín bíður skip niðri við höfn. Það leggur af stað til Skotlands eftir tvær klukkustundir.“
Einhvern veginn svona gætu Páli Ólafssyni skáldi hafa farizt orð við litla bróður sinn, Jón, um miðja nótt í Reykjavík seint í júlí 1873.
Jón Ólafsson hafði verið dæmdur í 200 ríkisdala sekt og til fangelsisvistar að auki fyrir að skrifa óhróður um landshöfðingjann, æðsta embættismann Dana hér á landi, í „landshöfðingjahneykslinu“ svokallaða. Hann gat búizt við því á hverri stundu að verða handtekinn og stungið í steininn.
Það þótti Páli ekki geðfelld tilhugsun, svo að hann hafði laumazt til að kaupa far handa Jóni með póstskipinu Díönu, sem sigldi til Skotlands og Danmerkur. Frá Skotlandi átti leið Jóns að liggja til Ameríku.
Það voru 23 ár á milli þeirra bræðra, en Páll hafði verið með annan fótinn í …
Athugasemdir