Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samfélagið í menntaskólanum var eins og þvingað hjónaband

Gunn­laug­ur Ást­geirs­son kenn­ari held­ur enn­þá tengsl­um við bekkj­ar­fé­laga sína í Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni rúm­um fjór­um ára­tug­um eft­ir út­skrift.

Samfélagið í menntaskólanum var eins og þvingað hjónaband
Heldur upp á 40 ára kennaraafmæli í haust Gunnlaugur er íslensku- og sögukennari og segist hafa notið þess að geta stundum farið á bak við atburðina í nútímanum og kannað þá.

Á svona litlum heimavistarskóla eins og Menntaskólanum á Laugarvatni kom fólk á haustin, skrapp kannski heim um jólin, en var annars fram að vori, þannig að það þurfti að búa til sínar eigin skemmtanir og allt sitt þar. Samfélagið var mjög afmarkað og lokað, þannig að það varð mjög þétt og allir þekktust mjög vel.

Ég hef stundum líkt þessu við þvingað hjónaband þar sem fólk hefur engan kost annan en að vera saman ef það vill komast af í sínu umhverfi. Þegar ég kynntist síðan fólki sem hafði verið í skólum í Reykjavík, eins og Kennaraskólanum og MR, þá skyldi ég ekki alveg strax að það var ekki jafn nátengt og við vorum.

Þessi tengsl hafa haldist mjög mikið því þau voru ótrúlega sterk, og það er ennþá hópur fólks sem hittist reglulega. Það voru eitthvað um 120 nemendur þegar ég var þar, og lengst af voru í mínum bekk tæplega 50 en enduðu með því að vera 34 sem kláruðu. Það er allt annað en þeir 12–1.300 sem eru í Hamrahlíð þar sem ég kenni, en ég held upp á 40 ára kennaraafmæli mitt þar í haust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár