Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Ill­ugi Jök­uls­son hneig­ist til að líta með nostal­g­íu í huga til æsku sinn­ar þeg­ar börn léku laus­um hala og/eða unnu með full­orðna fólk­inu. En hvað kostaði þetta?

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum
Hætta Flest slys verða á heimilinu. Mynd: Shutterstock

Ágætur maður var um daginn á Facebook að hugleiða hvort við værum farin að ofvernda börnin okkar. Það var að minnsta kosti minn skilningur út úr þessum orðum hér:

„Börn voru alltaf án öryggisbelta og úti um allt í bílsætunum þegar ég var alast upp og langflestir foreldrar reyktu, bæði heima við og í bílum. Krakkar föndruðu öskubakka í handmennt í skólanum. Við krakkarnir fengum fáránlega langt sumarfrí, dorguðum við höfnina eftirlitslaus, löbbuðum allra okkar ferða, unnum í fiski fyrir tíu ára aldur og lékum okkur úti öll kvöld. Mikið er maður þakklátur að hneykslaða fólkið hafi ekki haft Facebook þá til að nöldra á.“

Ég skildi sosum alveg hvað hann var að tala um og þetta sama hefur vissulega líka hvarflað að mér. En þá gleymum við stundum hvað alvarleg slys voru hræðilega algeng á þessum „frjálsu tímum“, ekki síst banaslys meðal barna.

Ég skoðaði baksíður Morgunblaðsins í júní og júlí 1966. Hvað kom í ljós?

5. júní: 16 ára færeyskur piltur drukknar í Reykjavíkurhöfn á leið út í togara.

7. júní: 22 ára piltur drukknar í Oddastaðavatni á Snæfellsnesi þegar bát með honum og tveim öðrum piltum hvolfir. Enginn var í lífvesti. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

9. júní: Miðaldra sjómaður drukknar í Reykjavíkurhöfn.

11. júní: Sendiferðabíll keyrir á 4 ára dreng.

12. júní: Þriggja ára drengur hleypur fyrir bíl og slasast í Reykjavík.

14. júní: 11 ára drengur stórslasast er hann lendir í drifskafti á steypuhrærivél. Sama dag er greint frá því að stúlka hafi slasast illa á höfði þegar bíll sem hún var í fór veltu í Eyjafirði.

21. júní: Maður fellur fyrir borð á bát í Breiðafirði og drukknar.

22. júní: Sex ára drengur fellur fram af bryggju á Siglufirði. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

25. júní: Banaslys við Ísafjörð. 36 ára vefhefilsstjóri deyr.

26. júní: Í Keflavík keyrir bíll glannalega á tvo pilta. Annar fótbrotnar á báðum fótum, hinn deyr. Hann var 18 ára.

28. júní: 18 ára skipverji á síldarbát deyr þegar hann fær löndunarkrana í höfuðið í Neskaupstað.

30. júní: Strætisvagn keyrir á 16 ára dreng á skellinöðru. Drengurinn deyr.

4. júlí: Mjög alvarlegt bílslys á Akureyri. Vörubíll keyrir á 10 ára dreng á hjóli. Drengurinn slasast mjög illa á höfði.

12. júlí: Fimm ára drengur frá Keflavík var við leik ásamt öðrum börnum í bát við Þingvallavatn og féll útbyrðis. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Í Hafnarfirði var þriggja ára drengur að leik ásamt systkinum sínum og öðrum börnum á svonefndum Balakletti í höfninni. Fellur drengurinn niður af klettinum og í sjóinn. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

14. júlí: Í Reykjadal drukknar 5 ára telpa sem var að leik ein úti að kvöldlagi. Finnst í metra djúpri tjörn. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

15. júlí: Fimmtán ára piltur verður undir skúffu á steypuhrærivél við undirstöður að nýjum hitaveitugeymi í Öskjuhlíð. Hann deyr.

Tvö börn drukknuðu á sama staðFrétt Morgunblaðsins frá 16. júlí 1966 segir af sex ára dreng sem drukknaði á sama stað og annar hafði drukknað skömmu áður.

16. júlí: Sex ára gamall drengur fellur fram af bryggju á Siglufirði og drukknar. Hann var að leik með öðrum börnum á sama stað og drengur drukknaði nokkrum vikum fyrr.

Sama dag er frétt um að miðaldra maður hafi farist í bílslysi í Önundarfirði. Kona hans slasast mikið, 10 ára sonur minna.

19. júlí: Hvammstangi: Drengur á öðru ári drukknar þar í flæðarmálinu. Hann hafði verið að leik með eldri systkinum sínum. Skyndilega vantaði drenginn og þó þau fyndu hann fljótlega báru lífgunartilraunir ekki árangur.

26. júlí: Tvítugur piltur fellur í höfnina í Reykjavík. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Íslenskur skipverji á norsku síldarskipi við landið fellur útbyrðis og drukknar.

27. júlí: 19 ára piltur hverfur í Tálknafirði.

29. júlí: Fimmtán ára piltur verður fyrir dráttarvél í Ölfusi og deyr.

Fjórtán ára piltur verður fyrir dráttarvél á Fáskrúðsfirði og deyr.

Mér reiknast til að 16 ungmenni frá 22 ára og yngri hafi dáið á þessum tveimur mánuðum. Vissulega var hrinan í júlí óvenju slæm, en samt: Þarf einhverra frekari vitna við um það af hverju við VERNDUM börnin okkar?

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár