Stærsti þátturinn í 38 milljarða króna hagnaði Landsbankans eru hreinar vaxtatekjur, það er mismunurinn á þeim vöxtum sem bankinn innheimtir af útlánum og þeim sem hann greiðir af innlánum og annarri fjármögnun. Á árinu 2025 námu þessar tekjur 62,1 milljarði króna og jukust verulega milli ára.


Vaxtatekjur vega langþyngst í tekjuuppbyggingu bankans; samkvæmt mati S&P Global Ratings koma um 77 prósent af heildartekjum Landsbankans af innheimtum vöxtum. Matið var unnið út frá gögnum fyrstu níu mánaða ársins, en í fjárfestakynningu bankans nú er hlutfallið sagt 73 prósent.



















































Athugasemdir