Bjarni Benediktsson nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur ver­ið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Bjarni Benediktsson nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Bjarni Benediktsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tekur við starfinu 1. mars næstkomandi. Hann tekur við af Sigríði Margréti Oddsdóttur, sem nýlega var ráðin forstjóri Bláa lónsins.

Í tilkynningu vegna ráðningarinnar segir að Bjarni hafi víðtæka reynslu af stjórnmálum og efnahagsmálum. Það er ekki ofsögum sagt, því Bjarni gegndi ráðherraembætti um árabil en hann sat á þingi frá 2003–2025, þegar hann sagði af sér embætti í kjölfar kosninga sem hann hafði sjálfur boðað til. 

Bjarni, sem er lögfræðingur að mennt, hefur gegnt embættum forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. 

Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins er haft eftir Jóni Ólafi Halldórssyni, formanni samtakanna, að ráðning Bjarna styrki forystu þeirra á mikilvægum tímamótum.

„Bjarni býr yfir einstakri reynslu og innsýn í íslenskt atvinnulíf á mestu umbrotatímum í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Fáir þekkja gangverk samfélagsins jafn vel,“ er haft eftir Jóni Ólafi. Hann segir jafnframt að á tímum áskorana og tækifæra …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞÞ
    Hjalti Þór Þórsson skrifaði
    Þakklætisvottur fyrir vel unnin störf
    0
  • Guðlaugur Jóhannsson skrifaði
    já . auðvitað eigvað verður hann að vina '' svo hann hafi efnni á . að . étta
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár