Evrópskur vopnaframleiðandi fær mestu fjármögnun frá upphafi í geiranum

Evr­ópa eyk­ur vopna­fram­leiðslu eft­ir rof gagn­vart Banda­ríkj­un­um og inn­rás Rússa í Úkraínu.

Evrópskur vopnaframleiðandi fær mestu fjármögnun frá upphafi í geiranum
Innrásin í Úkraínu Úkraínskur hermaður í Donetsk, sem Rússland Pútíns hefur reynt að innlima í innrás. Mynd: AFP

Tékkneski vopnaframleiðandinn CSG var skráður á hlutabréfamarkaðinn í Amsterdam í dag og safnaði 3,8 milljörðum, eða 555 milljörðum íslenskra króna, í stærsta frumútboði (IPO) í varnarmálageiranum í heiminum.

Skráningin metur fyrirtækið, sem er lykilbirgir skotfæra og vopna til NATO-ríkja og Úkraínu, á 25 milljarða evra, samkvæmt yfirlýsingu frá markaðnum í Amsterdam.

Á sama tíma hafa norrænir lífeyrissjóðir minnkað fjárfestingu í bandarískum ríkisskuldabréfum, sem fjármagna hallarekstur bandaríska ríkisins. Bandaríkjaforseti hefur hótað „stórum hefndaraðgerðum“ ef Evrópa dregur úr þessum fjárfestingum. Evrópuþjóðir eiga samtals bandarísk ríkisskuldabréf og hlutabréf í Bandaríkjunum að andvirði 8 þúsund milljarða dala en alríkið skuldar samtals 38 þúsund milljarða dala.

Þetta var „stærsta frumútboð í varnarmálageiranum sem skráð hefur verið í heiminum, bæði hvað varðar upphæð sem safnaðist og markaðsvirði,“ sagði kauphöllin. Upphæðin jafngildir um fjórðungi af heildarútgjöldum íslenska ríkisins.

Samkvæmt útboðslýsingu fyrirtækisins er CSG „annar stærsti framleiðandi meðalstórra og stórra skotfæra í Evrópu og stærsti framleiðandi smærri skotfæra á heimsvísu miðað við sölu.“

Nærri 70 prósent af sölu þess er til NATO-ríkja og fyrirtækið telur sig munu hagnast á því að bandalagið auki vopna- og skotfæraframleiðslu til að bregðast við ógnunum frá Rússlandi.

Á leiðtogafundi í Haag á síðasta ári skuldbundu NATO-ríkin sig til að auka útgjöld til varnarmála í fimm prósent af framleiðslu fyrir árið 2035.

Fyrirtækið sagðist selja hergögn í meira en 70 löndum um allan heim og vera með 14.000 starfsmenn.

CSG var stofnað í Tékklandi en hefur einnig verksmiðjur á Indlandi, Ítalíu, Serbíu, Slóvakíu, Spáni, Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Michal Strnad, stjórnarformaður CSG, fagnaði því sem hann kallaði „sögulegan áfanga“ með frumútboðinu.

„Við erum stolt af samsetningu tékkneskrar iðnaðararfleifðar okkar og alþjóðlegrar framleiðslu okkar,“ bætti þessi 33 ára frumkvöðull við.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár