Eignir almennings rýrna

Lækk­andi fast­eigna­verð og vax­andi verð­bólga leið­ir til þess að eign­ir al­menn­ings eru að drag­ast sam­an. Horf­ur eru á auk­inni verð­bólgu í janú­ar vegna að­gerða stjórn­valda.

Eignir almennings rýrna
Vondar aðstæður Húsnæðisverð lækkaði um 1,15% á milli mánaða, á sama tíma og verðbólga eykst. Mynd: Golli

Nýjar tölur sýna að eignir íslenskra fasteignaeigenda rýrna nú umtalsvert til skamms tíma, bæði að nafnvirði og enn meira að raunvirði.

Verð fasteigna féll um 1,16% frá nóvember til desember, metið út frá vísitölu íbúðaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Mánuðinn áður hafði vísitalan fallið um 0,35%.

Verðbólga leggst ofan á verðlækkun

Á sama tíma og nafnvirði fasteigna fellur rýrnar virði þeirra vegna vaxandi verðbólgu. Í síðasta mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 1,15%. Það þýðir að virði fasteigna lækkaði í raun um liðlega 2,3% á einum mánuði.

Tæplega 80% af eigin fé almennings á Íslandi liggur í fasteignum.

Eignir fólks rýrna einnig til síðustu 12 mánaða. Þannig hefur vísitala fasteignaverðs hækkað um 2,1% á sama tímabili og verðbólga mælist 4,5%, sem þýðir 2,4% raunlækkun á virði fasteigna.

Ekki er útlit fyrir að ástandið batni til skamms tíma. Lítil virkni er á fasteignamarkaði og nýbyggingar safnast upp. Þrír af hverjum fjórum fasteignasölum telja virknina litla á markaði miðað við árstíma, í könnun HMS.

Verðtryggingin ræður ríkjum

Hrein ný húsnæðislán eru nánast að öllu leyti verðtryggð síðustu mánuði, enda eru óverðtryggðir vextir á bilinu 7,95% til 9,75% í lágri veðsetningu. Þetta þýðir að húsnæðislán þeirra landsmanna munu hækka með verðbólgunni. Ólíkt janúar í fyrra, þegar vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27%, og þar með verðtryggð lán um það sama, er því spáð að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% í næstu mælingu sem birtist 29. janúar næstkomandi og að verðbólga, sem sýnir hækkun vísitölunnar síðustu 12 mánuði, reynist fara úr 4,5% í 5,1%. Það væri mesta verðbólga frá október 2024.

Þrátt fyrir verðlækkun fasteigna er húsnæðiskostnaður að hækka vísitölu neysluverðs, eins og hún er reiknuð sem „greidd húsaleiga“.

Vænt verðbólguskot skýrist af reglubundnum gjaldskrárhækkunum og svo innleiðingu stjórnvalda á breyttri gjaldtöku vegna ökutækja.

Eignabóla eftir Covid

Þó svo að eignir almennings fari nú rýrnandi hafa þær blásið út frá því í Covid-faraldrinum, þegar stýrivextir og svo húsnæðislánavextir voru lækkaðir verulega, sem leiddi af sér eignabólu á húsnæðismarkaði. Þannig jókst eigið fé í fasteign úr 3,9 billjónum króna í 7,4 billjónir frá 2019 til 2024, en á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað verulega og þar með verðbólga.

Þau sem koma ný inn á fasteignamarkað í töluverðri verðbólgu samhliða verðlækkun húsnæðis búa hins vegar ekki að fyrri hækkun og eiga á hættu að lenda í neikvæðri eiginfjárstöðu haldi þróunin áfram.

Óttast er að kreppuverðbólga geti myndast á Íslandi, þar sem verðlag hækkar samhliða atvinnuleysi, en Seðlabankinn bindur vonir við að hátt vaxtastig leiði til þess að verðbólgan hjaðni loks með vorinu.

Sömuleiðis er vaxandi óvissa og áhætta í alþjóðamálum, sem gæti leitt til áfalla. Ef íslenska krónan fellur eða verðbólga verður vegna skerðingar á aðfangakeðjum, leiðir það til þess að fasteignalán landsmanna hækka, það er að segja þau algengustu, sem eru verðtryggð.

Lítið byggt af sérbýli

Góðu fréttirnar fyrir húsnæðismarkaðinn eru að svokölluð snjóhengja vaxtaendurskoðunar, þar sem lágir, fastir óverðtryggðir vextir frá Covid-tímabilinu losnuðu og hækkuðu verulega, er nú að baki. 

Þá vekur athygli að nánast allar nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu eru í fjölbýli. Aðeins 10% eru í sérbýli, en á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eru allar sérbýli. Hlutfallið spannar frá fjórðungi upp í helming í öðrum landshlutum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu