„Það er ekki auðvelt að hugsa í skapandi lausnum þegar maður vaknar á hverjum morgni við nýjar hótanir,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund hans og grænlenska utanríkisráðherrans, Vivian Motzfeldt, með bandarískum starfsbróður þeirra og varaforsetanum JD Vance.
Svo virðist sem afstaða Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland hafi ekki breyst á fundinum og var niðurstaðan að „sjónarmið okkar eru enn ólík,“ eins og Lars Løkke lýsti því.
Danir tilkynntu í dag um að heræfingar hæfust á Grænlandi þegar í stað og kom fram að Norðmenn, Svíar og fleiri tækju þátt. Það virðist ekki hafa breytt stöðunni og eru enn mismunandi sjónarmið, að sögn Lars Løkke.
„Trump hefur skýra ósk um að sigra Grænland,“ sagði danski utanríkisráðherrann og tók fram að það væri ekki í hag konungsdæmisins Danmerkur.
„Það er ekki auðvelt að hugsa í skapandi lausnum þegar maður vaknar á hverjum morgni við nýjar hótanir,“ sagði hann.
„Við höfum sýnt hvar okkar mörk liggja,“ sagði Vivian Motzfeldt. Hún sagðist bera í brjósti „von um sameiginlegan skilning“ og eðlileg samskipti.

„Þetta er auðvitað mjög tilfinningaríkt fyrir okkur öll,“ sagði Lars Løkke. „Við viljum vinna nánar með Bandaríkjunum, en það verður að byggja á virðingu.“
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að Trump ætlaði sér „nýlendudrottnun“ yfir Grænlandi.














































Athugasemdir