„Vakna á hverjum morgni við nýjar hótanir“

Banda­rík­in vilja enn „sigra“ Græn­land, að sögn Lars Løkke Rasmus­sen, ut­an­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, eft­ir fund hans og græn­lenska ut­an­rík­is­ráð­herr­ans með Banda­ríkja­mönn­um.

„Vakna á hverjum morgni við nýjar hótanir“
Utanríkisráðherrar funda Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, lýsa erfiðri stöðu eftir fund með Bandaríkjastjórn. Mynd: AFP

„Það er ekki auðvelt að hugsa í skapandi lausnum þegar maður vaknar á hverjum morgni við nýjar hótanir,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund hans og grænlenska utanríkisráðherrans, Vivian Motzfeldt, með bandarískum starfsbróður þeirra og varaforsetanum JD Vance. 

Svo virðist sem afstaða Bandaríkjanna um að taka yfir Grænland hafi ekki breyst á fundinum og var niðurstaðan að „sjónarmið okkar eru enn ólík,“ eins og Lars Løkke lýsti því.

Danir tilkynntu í dag um að heræfingar hæfust á Grænlandi þegar í stað og kom fram að Norðmenn, Svíar og fleiri tækju þátt. Það virðist ekki hafa breytt stöðunni og eru enn mismunandi sjónarmið, að sögn Lars Løkke.

„Trump hefur skýra ósk um að sigra Grænland,“ sagði danski utanríkisráðherrann og tók fram að það væri ekki í hag konungsdæmisins Danmerkur.

„Það er ekki auðvelt að hugsa í skapandi lausnum þegar maður vaknar á hverjum morgni við nýjar hótanir,“ sagði hann.

„Við höfum sýnt hvar okkar mörk liggja,“ sagði Vivian Motzfeldt. Hún sagðist bera í brjósti „von um sameiginlegan skilning“ og eðlileg samskipti.

Varaforsetinn og utanríkisráðherrannJD Vance og Marco Rubio funduðu fyrir hönd Bandaríkjastjórnar og miðluðu því að ekkert hefði breyst í afstöðu þeirra um að taka Grænland.

„Þetta er auðvitað mjög tilfinningaríkt fyrir okkur öll,“ sagði Lars Løkke. „Við viljum vinna nánar með Bandaríkjunum, en það verður að byggja á virðingu.“

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að Trump ætlaði sér „nýlendudrottnun“ yfir Grænlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár