Kristrún fundaði með Ursulu

Blik­ur á lofti í ör­ygg­is­mál­um rædd­ar á fundi Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra og Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kristrún fundaði með Ursulu
Kristrún og Ursula Ríkisstjórn Íslands stefnir að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Mynd: Forsætisráðuneytið

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti í dag vinnufund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem rætt var um stöðu alþjóðamála, öryggismál, efnahags- og tollamál, Evrópska efnahagssvæðið og samstarf Íslands við sambandið.

„Við ræddum meðal annars losunarheimildir í flugi og sérstaka undanþágu Íslands sem rennur út í lok árs,“ segir Kristrún í yfirlýsingu frá Stjórnarráðinu. „Þetta er afar mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska flugrekendur og við áttum uppbyggilegt samtal um hugsanlegar lausnir fyrir Ísland,” segir forsætisráðherra.

Í dag eiga danski og grænlenski utanríkisráðherrann fund með utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna, í skugga hótana Bandaríkjaforseta um að yfirtaka og innlima Grænland.

Kristrún ávarpar það í yfirlýsingunni.

„Öryggis-og varnarmál í álfunni og ekki síst hér á Norðurslóðum eru ofarlega í huga allra og áttum við einnig hreinskiptið samtal um stöðuna eins og hún blasir við núna. Við áréttuðum báðar afdráttarlausan stuðning okkar við Grænland og Danmörku,” segir Kristrún.

„Samskipti ESB og Íslands standa á afar traustum grunni og í ljósi aðstæðna er mikilvægt að halda áfram öflugri hagsmunagæslu við forsvarsmenn framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkja ESB.“

Að sögn Stjórnarráðsins er vinnufundurinn í dag liður í áframhaldandi samtali um samstarf Íslands og ESB en forsætisráðherra átti á síðasta ári tvo fundi með forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann fyrri í Brussel í apríl og þann síðari á Íslandi í júlí.

Stefnt er að því að ljúka við að skrifa undir viljayfirlýsingu með ESB um aukið samstarf í varnar- og öryggismálum, samkvæmt orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra á dögunum. Undirrituninni var hafnað af hálfu Íslands eftir að ESB ákvað að fella EES-ríkin, þar á meðal Ísland og Noreg, undir verndartolla á kísiljárn.

Ekki kemur fram hvort það hafi verið rætt á fundi Kristrúnar og Ursulu.

Í dag hefur verið greint frá því að Danir hafi sent herlið til æfinga á Grænlandi og ætli sér aukna viðveru þar, ásamt því að hafa leitað til Evrópuþjóða um þátttöku í vörnum Grænlands, í kjölfar endurtekinna yfirlýsinga Bandaríkjaforseta um innlimun landsins í Bandaríkin á forsendum þess að öryggi sé ábótavant.

Kristrún sagði í viðtali við Heimildina á föstudag að Íslendingar gætu „treyst á Bandaríkin“ í öryggismálum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár