Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að fram fari skjót og óháð rannsókn eftir að alríkislögreglumaður innflytjendalögreglunnar ICE skaut mótmælanda til bana í bandarísku borginni Minneapolis í síðustu viku.
„Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum er vísvitandi beiting banvæns valds aðeins heimil sem neyðarúrræði gegn einstaklingi sem ógnar lífi annarra,“ sagði Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, við fréttamenn í Genf og lagði „áherslu á þörfina fyrir skjóta, óháða og gagnsæja rannsókn á drápinu“ á hinni 37 ára Renee Good.
Eftir að fulltrúi ICE skaut að henni þremur skotum og banaði henni hafa bandarísk stjórnvöld lýst henni sem „geðbilaðri“, sakað hana um að hafa reynt að drepa fulltrúann, þótt myndband af atvikini sýni að hún beygði bifreiðinni frá honum, og hefur heimavarnaráðherra Bandaríkjanna fullyrt að hún sé sek um hryðjuverk. Sjálfur fulltrúinn kallaði Good „tík“ eftir að hafa skotið hana.


















































Athugasemdir