Sameinuðu þjóðirnar vilja sjálfstæða rannsókn á drápi ICE

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um sögðu hana bil­aða og sök­uðu hana um hryðju­verk eft­ir að inn­flytj­enda­lög­regla skaut hana í höf­uð­ið.

Sameinuðu þjóðirnar vilja sjálfstæða rannsókn á drápi ICE
Mótmæli gegn stjórnvöldum Mótmælendur við Hvíta húsið halda á lofti mynd af Renee Nicole Good, sem drepin var af fulltrúa innflytjendalögreglunnar ICE. Mynd: AFP

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að fram fari skjót og óháð rannsókn eftir að alríkislögreglumaður innflytjendalögreglunnar ICE skaut mótmælanda til bana í bandarísku borginni Minneapolis í síðustu viku.

„Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum er vísvitandi beiting banvæns valds aðeins heimil sem neyðarúrræði gegn einstaklingi sem ógnar lífi annarra,“ sagði Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, við fréttamenn í Genf og lagði „áherslu á þörfina fyrir skjóta, óháða og gagnsæja rannsókn á drápinu“ á hinni 37 ára Renee Good.

Eftir að fulltrúi ICE skaut að henni þremur skotum og banaði henni hafa bandarísk stjórnvöld lýst henni sem „geðbilaðri“, sakað hana um að hafa reynt að drepa fulltrúann, þótt myndband af atvikini sýni að hún beygði bifreiðinni frá honum, og hefur heimavarnaráðherra Bandaríkjanna fullyrt að hún sé sek um hryðjuverk. Sjálfur fulltrúinn kallaði Good „tík“ eftir að hafa skotið hana.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu