Banaslys í rannsókn

Lög­regl­an grein­ir frá bana­slysi í Rangár­þingi.

Banaslys í rannsókn

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því að vinnuslys hafi orðið manneskju að bana í Rangárþingi um klukkan 15 í gær. 

Í tilkynningu lögreglu er ekki tilgreint hvort slysið hafi orðið í Rangárþingi ytra eða eystra, í hvers konar atvinnustarfsemi slysið varð eða af hvaða kyni einstaklingurinn var.

„Upp úr kl. 15 í gær barst lögreglu tilkynning um slys í Rangárþingi. Ásamt lögreglu fóru sjúkraflutningar og slökkvilið á vettvang. Um var að ræða vinnuslys. Einn einstaklingur var í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að slysið sé til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tekið fram að ekki verði veittar frekari upplýsingar að sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár