Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því að vinnuslys hafi orðið manneskju að bana í Rangárþingi um klukkan 15 í gær.
Í tilkynningu lögreglu er ekki tilgreint hvort slysið hafi orðið í Rangárþingi ytra eða eystra, í hvers konar atvinnustarfsemi slysið varð eða af hvaða kyni einstaklingurinn var.
„Upp úr kl. 15 í gær barst lögreglu tilkynning um slys í Rangárþingi. Ásamt lögreglu fóru sjúkraflutningar og slökkvilið á vettvang. Um var að ræða vinnuslys. Einn einstaklingur var í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að slysið sé til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tekið fram að ekki verði veittar frekari upplýsingar að sinni.














































Athugasemdir