Hvorki lögreglan á Suðurlandi né stjórnendur Sláturfélags Suðurlands vilja veita upplýsingar um banaslys sem varð á bílastæði félagsins á Hvolsvelli 30. desember síðastliðinn.
Lögreglan tilkynnti um málið á Facebook í dag.
„Að kvöldi 30. desember síðastliðinn barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um alvarlegt slys á Hvolsvelli, þar sem kona á fertugsaldri varð fyrir bifreið á vinnusvæði,“ sagði í tilkynningunni.
„Konan var flutt á Landspítala háskólasjúkrahús og var hún þar úrskurðuð látin. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um atvikið.“
Stjórnendur Sláturfélags Suðurlands í höfuðstöðvum og á skrifstofu félagsins á Hvolsvelli hafa neitað að gefa frekari upplýsingar um málið, þar á meðal hvort um hafi verið að ræða starfsmann félagsins, íbúa á svæðinu eða annað sem viðkemur atvikinu, annað en að kona á fertugsaldri hafi látist.


















































Athugasemdir