Þolendur dæmda kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein hafa lýst yfir reiði sinni eftir að skjöl úr málum gegn honum, sem lengi hefur verið kallað eftir að komi fram í dagsljósið, voru birt. Búið var að strika út fjölda síðna og ritskoða myndir.
Í skjölunum sem bandaríska dómsmálaráðuneytið birti voru myndir af Bill Clinton, fyrrverandi forseta, og öðrum þekktum einstaklingum úr ríkum vinahópi Epsteins, þar á meðal Mick Jagger og Michael Jackson.
En yfirstrikanir á mörgum skjalanna ýttu undir efasemdir um að birtingin myndi þagga niður í samsæriskenningum um yfirhylmingu á æðstu stöðum.
„Birtið bara skjölin og hættið að strika yfir nöfn sem ekki þarf að yfirstrika,“ sagði Marina Lacerda, ein af þeim sem ásakaði Epstein, í samtali við CBS.
„Erum við að vernda þolendur eða erum við að vernda þessa úrvalskarla? Allt ferlið við að vera gegnsætt snerist um að yfirstrika aðeins nöfn þolenda og fórnarlamba.“
Annað fórnarlamb Epsteins, Jess Michaels, …











































Athugasemdir