Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að stutt geti verið í allsherjarárás Bandaríkjanna á Venesúela. Hann segir nýjan friðarverðlaunahafa Nóbels vera klappstýru fyrir árásum á landið og að Bandaríkin stefni á að komast yfir olíubirgðir landsins með sama hætti og gert var með innrásinni í Írak.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sendi í gær kæru til yfirvalda í Svíþjóð þar sem hann krefst þess að lögregla frysti greiðslur upp á 11 milljónir sænskra króna, andvirði um 150 milljóna íslenskra króna, til María Corrina Machado, stjórnarandstæðings í Venesúela, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á dögunum.
Kristinn segir í færslu á Facebook í dag að hann styðji við kæru Assange. „Þó að Nóbelsnefndin í Osló ákveði friðarverðlaunahafann hafa Svíar ábyrgð á umsýslu fjármuna tengdum arfi Alfred Nóbels en veiting fjármuna til Machado er gróflega á skjön við markvið friðarverðlaunanna sem hann skráði skýrt í erfðaskrá,“ skrifar Kristinn. „Það kemur einnig til álita að lög …












































Athugasemdir