Norðurslóðir hlýnuðu tvöfalt á við meðalhita jarðar

Loft­hiti á norð­ur­slóð­um í ár var sá hæsti sem mælst hef­ur frá alda­mót­un­um 1900 og tíu síð­ustu ár hafa ver­ið þau tíu hlýj­ustu frá upp­hafi mæl­inga. Veð­ur­fræð­ing­ur seg­ir Ís­land ekki fara var­hluta af þess­um breyt­ing­um.

Norðurslóðir hlýnuðu tvöfalt á við meðalhita jarðar
Hafís Hafís við Ísland er minni, dreifðari og þynnri en áður og er þar áhrif að gæta frá hlýnun á Norðurslóðum. Mynd: Patrick Kelley

Norðurslóðir hitna mun hraðar en jörðin í heild sinni sem mun hafa mikil áhrif á lífríki og afkomu fólks við Norðurheimskautið. Undanfarin 20 ár hefur hitastig að hausti og vetri hækkað meira en tvöfalt á við hitastig á heimsvísu.

Þetta kemur fram í Arctic Report Card (ARC) 2025, tuttugustu útgáfu þeirrar skýrslu sem gefin er út af bandarísku ríkisstofnuninni NOAA sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum.

Lofthiti á norðurslóðum undanfarið ár mældist sá hæsti síðan að minnsta kosti árið 1900. Á norðurslóðum var einnig hlýjasta haust síðan þá, næsthlýjasti vetur og þriðja hlýjasta sumar. Þá hafa síðustu tíu ár verið þau tíu hlýjustu sem mælst hafa á norðurslóðum.

„Við höfum séð það á Íslandi að jöklar hafa rýrnað mikið“

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir skýrsluna sýna miklar breytingar á loftslaginu sem Ísland fer ekki varhluta af. „Við erum svolítið í jaðrinum á þessu,“ segir Einar. „Við erum ekki alveg inni …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Jóhannsson skrifaði
    Bara að mestu jarðfræðilegar breytingar.
    Hættið að vekja kvíðaröskun hjá börnum og ungmennum um að heimsendir sé í nánd.
    Einhverjir kunna að hafa lífsviðurværi sitt á slíkum heimsendaspám.
    Heimurinn hefur verið að hlýna og kólna í jarðsögulegu tilliti í milljónir ára.
    -5
    • GF
      Guðni Freyr skrifaði
      Má ég spyrja þig einnar hreinnar spurningar
      ef stærstu olíufyrirtæki heims vissu fyrir 40–50 árum að áframhaldandi brennsla jarðefnaeldsneytis myndi valda hraðri hlýnun, jöklarýrnun og hækkun sjávarstöðu, og gerðu tölfræðilegar spár sem hafa raungerst mjög nákvæmlega — ert þú þá ósammála þeirra eigin vísindamönnum? Ertu ósammála óliufyrirtækjunum sem vissu og viðurkenndu þetta fyrir 40 árum, en kusu að fela gögnin fyrir almenning?
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár