Norðurslóðir hitna mun hraðar en jörðin í heild sinni sem mun hafa mikil áhrif á lífríki og afkomu fólks við Norðurheimskautið. Undanfarin 20 ár hefur hitastig að hausti og vetri hækkað meira en tvöfalt á við hitastig á heimsvísu.
Þetta kemur fram í Arctic Report Card (ARC) 2025, tuttugustu útgáfu þeirrar skýrslu sem gefin er út af bandarísku ríkisstofnuninni NOAA sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum.
Lofthiti á norðurslóðum undanfarið ár mældist sá hæsti síðan að minnsta kosti árið 1900. Á norðurslóðum var einnig hlýjasta haust síðan þá, næsthlýjasti vetur og þriðja hlýjasta sumar. Þá hafa síðustu tíu ár verið þau tíu hlýjustu sem mælst hafa á norðurslóðum.
„Við höfum séð það á Íslandi að jöklar hafa rýrnað mikið“
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir skýrsluna sýna miklar breytingar á loftslaginu sem Ísland fer ekki varhluta af. „Við erum svolítið í jaðrinum á þessu,“ segir Einar. „Við erum ekki alveg inni …












































Athugasemdir