Fagnar því að Snorri opinberi áformin

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir hug­mynd Snorra Más­son­ar, vara­for­manns Mið­flokks­ins, um að Ís­land skoði það að segja sig úr EES-sam­starf­inu skað­lega og óá­byrga. Hún fagn­ar því að stjórn­mála­menn segi hvað þeir raun­veru­lega hugsa.

Fagnar því að Snorri opinberi áformin
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Utanríkisráðherrann fyrrverandi vill að Miðflokkurinn skýri hvernig Íslandi væri betur borgið utan EES-samstarfsins. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist fagna hugmynd Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins, um að Ísland segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Snorri sagði á Alþingi í gær að hann vildi nýta heimildir í EES-samningnum til að hindra fólksflutninga til landsins. „Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur,“ bætti hann við.

Þórdís Kolbrún, sem var utanríkisráðherra og fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, brást við ræðu Snorra í færslu á Facebook síðu sinni í gær.

„Tortryggni Miðflokksins í garð hugmyndafræði um frelsi og alþjóðlegs samstarfs gat kannski ekki endað öðruvísi en með hugmyndum um að Ísland segði sig frá Evrópska efnahagssvæðinu og hætti í EES,“ skrifaði Þórdís Kolbrún. „Ég tel hugmyndina skaðlega og óábyrga. Samt fagna ég henni. Það er hollt fyrir lýðræðið að valkostir séu skýrir og stjórnmálamenn segi það sem þeir eru raunverulega að hugsa. Þá gefst tækifæri til dýpri umræðu um framtíð Íslands.“

„Það er hollt fyrir lýðræðið að valkostir séu skýrir“

EES-samningurinn gekk í gildi árið 1994 og hefur Ísland síðan, ásamt EFTA-ríkjunum Noregi og Liechtenstein, haft aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og fjórfrelsinu svokallaða, sem snýr að frjálsu flæði fólks, vöru, þjónustu og fjármagns innan svæðisins.

„Næsta verkefni Miðflokksins er að útskýra hvernig Íslandi væri betur borgið í efnahagslegu, menningarlegu, öryggislegu og pólitísku tilliti ef við setjum aðgengi að okkar langstærsta markaði í uppnám og fórnum frelsi okkar til þess að ferðast, mennta okkur, skapa og starfa hindranalaust í þeim ríkjum sem standa okkur næst,“ skrifaði Þórdís Kolbrún að lokum. „Ég bíð spennt.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
4
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár