Fagnar því að Snorri opinberi áformin

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir hug­mynd Snorra Más­son­ar, vara­for­manns Mið­flokks­ins, um að Ís­land skoði það að segja sig úr EES-sam­starf­inu skað­lega og óá­byrga. Hún fagn­ar því að stjórn­mála­menn segi hvað þeir raun­veru­lega hugsa.

Fagnar því að Snorri opinberi áformin
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Utanríkisráðherrann fyrrverandi vill að Miðflokkurinn skýri hvernig Íslandi væri betur borgið utan EES-samstarfsins. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist fagna hugmynd Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins, um að Ísland segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Snorri sagði á Alþingi í gær að hann vildi nýta heimildir í EES-samningnum til að hindra fólksflutninga til landsins. „Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur,“ bætti hann við.

Þórdís Kolbrún, sem var utanríkisráðherra og fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, brást við ræðu Snorra í færslu á Facebook síðu sinni í gær.

„Tortryggni Miðflokksins í garð hugmyndafræði um frelsi og alþjóðlegs samstarfs gat kannski ekki endað öðruvísi en með hugmyndum um að Ísland segði sig frá Evrópska efnahagssvæðinu og hætti í EES,“ skrifaði Þórdís Kolbrún. „Ég tel hugmyndina skaðlega og óábyrga. Samt fagna ég henni. Það er hollt fyrir lýðræðið að valkostir séu skýrir og stjórnmálamenn segi það sem þeir eru raunverulega að hugsa. Þá gefst tækifæri til dýpri umræðu um framtíð Íslands.“

„Það er hollt fyrir lýðræðið að valkostir séu skýrir“

EES-samningurinn gekk í gildi árið 1994 og hefur Ísland síðan, ásamt EFTA-ríkjunum Noregi og Liechtenstein, haft aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og fjórfrelsinu svokallaða, sem snýr að frjálsu flæði fólks, vöru, þjónustu og fjármagns innan svæðisins.

„Næsta verkefni Miðflokksins er að útskýra hvernig Íslandi væri betur borgið í efnahagslegu, menningarlegu, öryggislegu og pólitísku tilliti ef við setjum aðgengi að okkar langstærsta markaði í uppnám og fórnum frelsi okkar til þess að ferðast, mennta okkur, skapa og starfa hindranalaust í þeim ríkjum sem standa okkur næst,“ skrifaði Þórdís Kolbrún að lokum. „Ég bíð spennt.“

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Már J'onsson er enn ungur og á ótalmargt ólært. Hann virðist ekki gera sér næga grein fyrir hve samstarf með öðrum ríkjum er mikilvæg. Að fórna hagstæðum viðskiptaamningi fyrir eitthvað mjög óljóst er vægast sagt ekki til þess fallið að vera nokkurs virði.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Nú er ég alls ekki Sjálfstæðismaður en ég sé einhverja mannlega hlið hjá Þórdísi sem að ég ber virðingu fyrir.
    3
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Þórdís besti þingmaður D
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu