Tónlistarkonan Magga Stína, sem var handtekin af Ísraelsher nýverið þegar hún tók þátt í að koma hjálpargögnum til Gaza, furðar sig á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra við ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári.
Þorgerður Katrín sagði við fréttastofu RÚV í dag að hún væri ánægð með ákvörðunina en að hún teldi hana ekki munu hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísraels. Ákvörðunin hafi verið efnislega rétt en tekin á dagskrárlegum forsendum en ekki af hálfu stjórnvalda.
„Á hún ekki að hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísraels?“

„Því að Ísrael, eins og aðrar þjóðir, vita fyrir hvað við Íslendingar stöndum,“ sagði hún. „Það eru ákveðin gildi um lýðræði, um frelsi, um mannréttindi, um sjálfstæði dómstóla, og ekki síst um fjölmiðlafrelsi.“
Magga Stína, sem staðið hefur í eldlínunni …












































Athugasemdir (1)