Magga Stína um Eurovision ákvörðunina: „Í hvaða leikriti erum við stödd?“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að ákvörð­un RÚV um að taka ekki þátt í Eurovisi­on í ár hafi ekki áhrif á sam­skipti Ís­lands og Ísra­el. Tón­list­ar­kon­an Magga Stína gagn­rýn­ir mál­flutn­ing­inn.

Magga Stína um Eurovision ákvörðunina: „Í hvaða leikriti erum við stödd?“
Magga Stína Tónlistarkonan bendir á að utanríkisráðherra og útvarpsstjóri segi ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision ekki pólitíska. Mynd: Víkingur

Tónlistarkonan Magga Stína, sem var handtekin af Ísraelsher nýverið þegar hún tók þátt í að koma hjálpargögnum til Gaza, furðar sig á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra við ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári.

Þorgerður Katrín sagði við fréttastofu RÚV í dag að hún væri ánægð með ákvörðunina en að hún teldi hana ekki munu hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísraels. Ákvörðunin hafi verið efnislega rétt en tekin á dagskrárlegum forsendum en ekki af hálfu stjórnvalda.

„Á hún ekki að hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísraels?“
Þorgerður Katrín GunnarsdóttirUtanríkisráðherra sagði ákvörðun RÚV engu breyta um samskipti Íslands og Ísrael.

„Því að Ísrael, eins og aðrar þjóðir, vita fyrir hvað við Íslendingar stöndum,“ sagði hún. „Það eru ákveðin gildi um lýðræði, um frelsi, um mannréttindi, um sjálfstæði dómstóla, og ekki síst um fjölmiðlafrelsi.“

Magga Stína, sem staðið hefur í eldlínunni …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    If the Eurovision decision does not affect relations between the colony of Israel in Palestine then I wonder will the Genocide in Gaza affect relations?
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Þetta hljómar mjög líkt Ólympíuleikunum. Mér líkaði „lausnin“ þar sem íþróttamenn frá löndum sem eru bannaðir frá Ólympíuleikunum gætu keppt sem „sjálfstæðir Ólympíuþátttakendur“ eða „hlutlausir íþróttamenn“. Kannski gæti Evróvisjón gert eitthvað slíkt. Það er ekki frábært ... en það gæti verið betra en kosturinn.
    0
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Mótmæli ákvörðun Rúv. Er líka hrædd um að þessi ákvörðun hjálpi ekki Íslandi, gagnvart Bandaríkjunum, því forseti þeirra er vinur þeim æðsta í Ísrael. Er vitið ekki meira hjá utanríkisráðherra Íslands?
    -6
  • Stebbi lögga og Þorgerður Katrín Jakobsdóttir vilja éta kökuna og eiga hana — og gubba henni.
    2
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Sammála Möggu Stínu
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár