Rutte í Reykjavík: „Við viljum að Ísland geri meira“

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri NATO, seg­ir Ís­land mik­il­væg „augu og eyru“ Atlants­hafs­banda­lags­ins. Hann kall­ar eft­ir því að meira verði sett í varn­ar­mál.

Rutte í Reykjavík: „Við viljum að Ísland geri meira“
Lambakjöt Eftir fundi í morgun snæddu Rutte, Kristrún og Þorgerður Katrín saman lambakjöt í forsætisráðuneytinu í hádeginu. Mynd: Golli

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að enginn standi Íslandi framar í að vera móttöku þjóð fyrir erlenda heri. Mikilvægi staðsetningar og sú staðreynd að hér fari fram vöktun í lofti og á legi geri Ísland að mikilvægum bandamanni innan NATO. 

Þetta kom fram á blaðamannafundi hans og Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í dag. Rutte er staddur á landinu í sinni fyrstu heimsókn eftir að hann tók við starfi framkvæmdastjóra bandalagsins og hefur fundað með Kristrúnu forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 

Ísland er eina herlausa landið innan NATO og hefur ekki staðið undir væntingum bandalagsins, eða Bandaríkjastjórnar, um að verja sem nemur fimm prósent af þjóðarframleiðslu til NATO og sameiginlegra varna. Rutte sagði Ísland í einstakri stöðu en kallaði eftir því að meira yrði gert. 

„Auðvitað er Ísland einstakt vegna þess að þið eruð ekki með her, en þið leggið ykkar af mörkum til alls sem tengist útgjöldum til varnar- og öryggismála. Þegar kemur að loftvörnum, þegar kemur að eftirlitskerfum, þá eruð þið sem land augu og eyru margra okkar innan NATO,“ sagði Rutte sem sagði Ísland vera á réttri leið en meira þyrfti til. „Við viljum að Ísland geri meira. Ísland hefur skuldbundið sig til að halda áfram að fjárfesta á komandi árum til að styrkja þennan iðnað.“

Kristrún sagði að til stæði að leggja meira í varnir en það verklag sem hefur verið viðhaft á Íslandi virki. „Öryggislíkanið okkar hefur virkað. Við þurfum bara að styrkja það enn frekar. Þetta snýst ekki um að breyta því hvernig við stöndum að öryggismálum, heldur þurfum við að gera það öflugra. Og þetta styrkir líka stöðu okkar og sess innan NATO,“ sagði hún. 

„Það eru ekki allir að gera það sama. Ríkin gera það sem hentar þeim, það sem þeim hæfir, og þessi samkoma er það sem styrkir bandalagið. Þess vegna erum við með bandalag.“

Þetta virtist Rutte vera meðvitaður um og sammála.

„Þú hefur gert áframhaldandi skuldbindingu Íslands gagnvart NATO skýra – mjög skýra,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Kristrúnar í upphafi fundarins. „Fyrir þjóð án hers er þetta ekkert smá verkefni. En Ísland hefur alltaf slegið yfir sinni þyngd.“

Kristrún líkti Íslandi við ósökkvandi flugmóðurskip sem sé á mikilvægum stað og Rutte tók undir. Benti hann á að Reykjavík væri norðlægasta höfuðborg innan NATO-bandalagsins og að hann héldi utan þess líka. Sem er rétt, ef aðeins eru talin fullvalda ríki.

Áður en Rutte hrósaði Íslendingum fyrir stuðning við Úkraínu, hrósaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir aukinn kraft í friðarferli Úkraínu. Hrós Íslendinga var fyrir framlag sitt til vopnakaupa fyrir Úkraínu, að skaffa gervilimi fyrir þá sem hafa særst, og fyrir að styðja við sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Ég sem hef alltaf verið stolt af því að vr Íslendingur lifandi í hlutlausu landi. Forsetinn að hún ætlaði að standa fyrir því að Ísland héldi áfram að vera friðarþjóð. Hún hefur ekkert gert og þessar konur í ríkisstjórn eru að missa sig í stríðsleik. Ég skammast mín fyrir að ver Íslendingur núna..
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár