Annað félag kennt við landsliðsþjálfarann úrskurðað gjaldþrota

Bræð­urn­ir Arn­ar og Bjarki Gunn­laugs­son flugu hátt í við­skipta­líf­inu, en fóru í þrot. Ekk­ert fékkst upp í kröf­ur ráð­gjaf­ar­fé­lags þeirra sem nú er gjald­þrota. Þeir hugs­uðu of stórt og tóku of mikla áhættu, en við­skipta­fer­ill þeirra er tákn­rænn fyr­ir tíð­ar­and­ann.

Annað félag kennt við landsliðsþjálfarann úrskurðað gjaldþrota
Arnar Gunnlaugsson Landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu fór í gegnum gjaldþrot 2019 og eitt félag sem var í hans eigu hefur formlega lokið skiptum eftir þrot. Mynd: Víkingur

Ráðgjafarfélag sem kennt var við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara íslenska knattspyrnulandsliðsins, og tvíburabróður hans, Bjarka Gunnlaugsson, hefur verið úrskurðað gjaldþrota án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfur.

Þetta er hluti af uppgjöri á viðskiptaævintýri bræðranna sem hófst fyrir efnahagshrunið 2008 og endaði með gjaldþroti beggja.

Úrskurðurinn var birtur í gær og kom fram að skiptum hefði lokið „án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta“.

Hluti af veldi bræðranna

Um er að ræða félagið AB ráðgjöf. Félagið var í eigu annars félags Arnars, sem hét A. Gunnlaugsson ehf. Það fór líka í gjaldþrot og var úrskurðað gjaldþrota í mars 2023. Félagið hafði þá verið fært yfir á mágkonu Arnars, Rósu Signýju Gísladóttur, eiginkonu Bjarka Gunnlaugssonar. 

A. Gunnlaugsson ehf. var ásamt B. Gunnlaugssyni ehf. eigandi að hlut í leigufélaginu Heimavöllum, sem byggði á fyrri umsvifum bræðranna í fasteignum. B. Gunnlaugsson …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Hugsaði alltof stórt"
    Það sama virðist eiga við um landsliðið. Menn breytast ekkert.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár