Ég myndi segja að lífið hafi komið mér hingað. Ég var búin að vera að kenna samhliða æfingum í Slóvakíu þegar ég frétti af því að það vantaði þjálfara á Íslandi. Eftir smá umhugsun ákváðum við, ég og kærastinn minn, að flytja hingað. Það hefur verið algjört ævintýri. Núna hef ég búið í tvö ár á Íslandi og starfað sem þjálfari.

Ég var átta ára þegar ég byrjaði að æfa listskauta í Slóvakíu. Það þykir frekar seint að byrja átta ára, en ég vildi frekar óska þess að ég hefði byrjað fyrr að þjálfa. Þegar þú útskýrir fyrir öðrum verður margt skýrara fyrir þér um leið. Þetta er án vafa ein flóknasta íþrótt sem til er, en fyrir mér er þetta meira en bara íþrótt. Þetta er list.
Tjörnin í Reykjavík var eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar við fluttum. Síðan þá hefur mig dreymt um að skauta þar. Hún er búin að vera frosin í nokkra daga en ísinn er ekki nógu góður alls staðar til að skauta. Ég ákvað samt að láta loksins verða af því að skauta á Tjörninni áður en við flytjum aftur heim.




















































Athugasemdir