Söguðu bíl til að sýna fram á skattahækkun

„Við eig­um skil­ið að búa í landi þar sem rík­ið á ekki helm­ing­inn í bíln­um þín­um,“ sagði Júlí­us Viggó Ólafs­son formað­ur Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna áð­ur en hann hóf að saga Volvo Stati­on bíl í sund­ur.

Söguðu bíl til að sýna fram á skattahækkun
Ungir sjálfstæðismenn saga bíl Júlíus Viggó Ólafsson segir að rúm fjörtíu prósent af kaupverði bíls fari til ríkisins. Mynd: Skjáskot Instagram

Stjórnmálamenn í minnihluta á Alþingi, sem og forsvarsfólk hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar um að hækka vörugjöld á innflutta bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Ungliðar í Sambandi ungra sjálfstæðismanna birtu í dag myndband af því þegar bifreið var söguð í tvennt, til þess að sýna skatttöku stjórnvalda þvert gegn yfirlýsingum formanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar um að skattar á venjulegt fólk yrðu ekki hækkaðir. Í frásögninni er þó horft framhjá hækkun gjalda á bifreiðar í tíð þeirra eigin flokks og sömuleiðis því að skattlagning hreinorkubíla minnkar.

„Ríkisstjórnarliðanir segjast ekki ætla að hækka skatta á venjulegt fólks, svo að við erum hérna komin með venjulegan bíl,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, áður en hann hefst handa við að saga dökkgrænan Volvo station bíl í sundur í myndskeiði sem Ungir sjálfstæðismenn birtu á samfélagsmiðlum í dag. 

„Venjulegur bíll“ í þeim skilningi er bifreið sem gengur fyrir …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Staðreyndavaktin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu