Stjórnmálamenn í minnihluta á Alþingi, sem og forsvarsfólk hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar um að hækka vörugjöld á innflutta bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
Ungliðar í Sambandi ungra sjálfstæðismanna birtu í dag myndband af því þegar bifreið var söguð í tvennt, til þess að sýna skatttöku stjórnvalda þvert gegn yfirlýsingum formanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar um að skattar á venjulegt fólk yrðu ekki hækkaðir. Í frásögninni er þó horft framhjá hækkun gjalda á bifreiðar í tíð þeirra eigin flokks og sömuleiðis því að skattlagning hreinorkubíla minnkar.
„Ríkisstjórnarliðanir segjast ekki ætla að hækka skatta á venjulegt fólks, svo að við erum hérna komin með venjulegan bíl,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, áður en hann hefst handa við að saga dökkgrænan Volvo station bíl í sundur í myndskeiði sem Ungir sjálfstæðismenn birtu á samfélagsmiðlum í dag.
„Venjulegur bíll“ í þeim skilningi er bifreið sem gengur fyrir …




















































Athugasemdir