Áætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um frið í Úkraínu fela í sér að Rússar fá að halda mikið af því landi sem þeir tóku yfir í innrás sinni í landið.
Bandaríkin leggja til heildarpakka sem myndi þó staðfesta fullveldi Úkraínu en þvinga fram umfangsmiklar tilslakanir. Úkraína þyrfti að afsala sér NATO-aðild, samþykkja takmarkaðan herafla og viðurkenna rússnesk yfirráð á Krímskaga, Luhansk og Donetsk, auk frystingar víglínu í suðurhéruðum.
AFP fékk síðdegis í dag afhenta áætlunina, sem er í 28 liðum. Um er að ræða drög að áætlun Bandaríkjanna.
Rússland fengi stigvaxandi endurkomu inn í alþjóðahagkerfið og mögulega endurinngöngu í G8. Í staðinn fengju Úkraína öryggistryggingar Bandaríkjanna og stórt framlag til enduruppbyggingar, auk mögulegrar ESB-aðildar. Samningurinn myndi krefjast vopnahlés, kosninga í Úkraínu innan 100 daga og fullrar sakaruppgjafar allra stríðsaðila.
Áætlunin gerir ráð fyrir því að Trump leiði sérstakt friðarráð sem hefði eftirlit með framkvæmd samningsins.
Hér er það sem drögin innihalda: …


















































Athugasemdir