Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

ESB frestar lögum til verndar skóglendi

Nestlé og fram­leið­andi Nu­tella eru ósátt við að fresta lög­un­um. „Skrípa­mynd af van­hæfri stefnu­mót­un ESB,“ seg­ir tals­mað­ur um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka.

ESB frestar lögum til verndar skóglendi
Skógareyðing Hér eru tré felld og skógur brenndur til að opna fyrir landbúnað og búfjárrækt í Jamanxim í Brasilíu. Mynd: Shutterstock

Aðildarríki ESB studdu í dag frestun til eins árs á tímamótareglum gegn skógareyðingu sem hafa mætt harðri andstöðu frá fyrirtækjum og viðskiptalöndum, að sögn erindreka sem AFP ræddi við.

Innleiðingu laganna, sem banna innflutning á vörum sem valda eyðingu skógar og hefur þegar verið frestað um eitt ár, yrði frestað til loka árs 2026 samkvæmt áætlunum sem meirihluti aðildarríkja styður. Þær þurfa enn samþykki Evrópuþingsins.

Undir forystu Þýskalands og Austurríkis studdu ESB-ríkin einnig að löggjöfin yrði endurskoðuð í apríl á næsta ári, áður en hún tekur gildi.

Evrópusambandið hefur undanfarið unnið að því að einfalda regluverk og vinda ofan af ákvörðunum um strangari kröfur varðandi umhverfisvernd og mannréttindi, til þess að hjálpa Evrópuríkjum í harðri samkeppni við Kína og Bandaríkin.

Nýja frestunin gengur lengra en sex mánaða aðlögunartímabil fyrir stór fyrirtæki sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði þegar lagt til, en styður jafnframt kröfu um að draga úr kröfum um skýrslugerðir, meðal annars fyrir lítil fyrirtæki.

Pierre-Jean Sol Brasier hjá umhverfissamtökunum Fern sagði að þessi aðgerð sendi „hörmuleg skilaboð á öllum sviðum“ og kallaði hringlandaháttinn varðandi lögin „skrípamynd af vanhæfri stefnumótun ESB“.

„Við erum að skapa óstöðugleika fyrir fyrirtæki sem hafa fjárfest fyrir milljónir“ til að uppfylla kröfurnar, varaði Sol Brasier við og sagði að nú væri opið fyrir „að löggjafar ESB tæmdu“ textann að innan.

Stórt skref í umhverfisvernd

Lögin gegn skógareyðingu, þekkt sem EUDR, voru samþykkt árið 2023 og voru lofuð af umhverfissamtökum sem stórt skref í baráttunni fyrir verndun náttúrunnar og gegn loftslagsbreytingum.

En lögin hafa mætt harðri andstöðu frá viðskiptalöndum, þar á meðal Brasilíu og Bandaríkjunum, auk stjórnvalda í nokkrum ESB-ríkjum, sem halda því fram að fyrirtæki muni líða fyrir skriffinnsku og auknum kostnaði.

Lögin banna vörur sem framleiddar eru á landi þar sem var eytt skógi eftir desember 2020, en meðal áhættuvara eru allt frá kaffi til kakós, soja, timburs, pálmaolíu, nautgripa, prentpappírs og gúmmís.

Fyrirtæki sem flytja slíkar vörur til 27 ríkja Evrópusambandsins þurfa að leggja fram yfirlýsingu ásamt staðsetningargögnum og gervihnattagögnum til að sýna fram á að vörurnar komi ekki frá eyðilögðu skóglendi.

Samkvæmt upphaflegu áætluninni þurftu fyrirtæki sem síðan kaupa, vinna og selja vörurnar – til dæmis sælgætisframleiðendur sem kaupa kakó til að búa til súkkulaði – einnig að leggja fram slík skjöl.

En framkvæmdastjórnin ákvað síðar að aukaathugunin gæti ofhlaðið upplýsingatæknikerfið sem hannað var til að styðja við reglurnar – og kallaði eftir því að krafan yrði felld niður fyrir alla nema fyrstu innflytjendur.

Nestlé ósátt við frestun

Hringlandaháttur um lögfestinguna hefur bæði truflað umhverfisvernarsinna og svo sum fyrirtæki sem hafa þegar fjárfest til að uppfylla þær.

Ítalski súkkulaðiframleiðandinn Ferrero og svissneski matvælarisinn Nestlé eru meðal tveggja tuga fyrirtækja sem vöruðu við því í vikunni að frekari eins árs frestun myndi „lengja lagalega og markaðslega óvissu, refsa þeim sem eru fyrstir til að bregðast við og verðlauna aðgerðaleysi.“

„Við höfum lagt upp í þessa fjárfestingu í góðri trú vegna þess að við héldum að það væri skýr stefna – og nú er varpað efasemdum á hana,“ sagði Francesco Tramontin, háttsettur stjórnandi hjá Nutella-framleiðandanum Ferrero, á blaðamannafundi á mánudag.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

ESB

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól
Úttekt

Við mætt­um brjál­uðu haf­inu, en er­um nú kom­in í skjól

Þús­und­ir sýr­lenskra flótta­manna koma til höf­uð­borg­ar Þýska­lands í viku hverri. Kansl­ari Þýska­lands hef­ur gef­ið það út að eng­in tak­mörk séu fyr­ir því hversu mörg­um flótta­mönn­um land­ið get­ur tek­ið á móti. Þess­ir nýju íbú­ar Berlín­ar koma sum­ir hverj­ir sam­an í menn­ing­ar­mið­stöð­inni Salam í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þar er spil­að, sung­ið og skegg­rætt um stjórn­mál. Þrátt fyr­ir erf­ið­leika og óvissu eft­ir langt og strangt ferða­lag er þakk­læti of­ar­lega í huga þessa fólks.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár