Norrænu og baltnesku löndin stóðu með Íslandi

Evr­ópu­sam­band­ið skil­ur Ís­land og Nor­eg eft­ir utangarðs í tolla­mál­um kís­il­málms eft­ir at­kvæða­greiðslu, þar sem nor­rænu og Eystra­salts­rík­in greiddu at­kvæði með und­an­þágu fyr­ir Ís­land.

Norrænu og baltnesku löndin stóðu með Íslandi
Kristrún í Brussel Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tók á móti Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í Brussel 9. apríl síðastliðinn. Síðar stóð til að undirrita yfirlýsingu um varnarsamstarf. Mynd: Evrópusambandið

Ríki Evrópusambandsins skiptu sér í tvær fylkingar þegar kom að ákvörðun um gefa Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, með þeim afleiðingum að sú stóriðja á ekki aðgang að innri markaði Evrópusambandsins þrátt fyrir veru Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu. 

Norska ríkisútvarpið fjallar um atkvæðagreiðsluna, sem átti að vera leynileg, í ráðherraráði ESB í morgun. 

Ákvörðuninni hafði verið frestað tvisvar, fyrst á föstudag og síðan á mánudag, áður en hún náðist í gegn í dag með naumum meirihluta.

Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin sameinuðust um að styðja málstað Íslands og Noregs. Þannig greiddu Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen, ásamt Ungverjalandi, atkvæði gegn aðgerðunum, að sögn norsku fréttaþjónustunnar NTB. Danmörk sat hjá við atkvæðagreiðsluna þar sem landið gegnir nú formennsku í ESB þetta hálfa árið.

Tillagan kom frá Póllandi, Slóvakíu og Frakklandi, með stuðningi frá Spáni. Tilgangurinn var að styrkja stöðu evrópsks iðnaðar í harðnandi samkeppni.

Ákvörðunin skapar mikla óvissu um stöðu og framtíð EES-samningsins, á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi að nýju aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið, sem síðar yrði ákvarðað af annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kínverskt eignarhald á Íslandi

Eignarhald á Elkem, járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, er að hálfu leyti kínverskt. Í samtali við Ríkisútvarpið segir forstjórinn, Álfheiður Ágústsdóttir, að það hafi líklega ekki haft áhrif. Af útflutningi Elkem á Íslandi hefur 40% til 70% farið til Evrópu, á þeim forsendum að um tollfrjáls viðskipti sé að ræða. Samkvæmt ákvörðun ESB verður 75% af magni sem samsvarar meðalútflutningi kísilmálms til sambandsins á árunum 2022 til 2025 áfram tollfrjálst, en restin tolllögð til þriggja ára.

Önnur kísilmálmverksmiðja, PCC á Bakka, stöðvaði nýverið rekstur eftir mikið tap.

Athygli vekur að þrátt fyrir þessa ákvörðun var nýverið ákveðið að verndaraðgerðir ESB vegna stálframleiðslu giltu ekki um Ísland og Noreg.

Fresta undirritun varnarmálasamstarfs

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Vísi í dag að prinsipp EES-samningsins hefðu verið brotin í málinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynnti í dag að hún myndi fresta fyrirhugaðri undirritun á samstarfsyfirlýsingu með Evrópusambandinu um varnarmál, vegna aðgerðarinnar.

„Ég hef upplýst það að ég mun ekki skrifa undir öryggis- og varnarmálayfirlýsinguna sem stóð yfir að gera á fimmtudaginn. Það eru fyrstu viðbrögðin,“ sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið.

Í samtali við Morgunblaðið í dag sagði Þorgerður Katrín að Evrópusambandið væri að gera „nákvæmlega eins og Bandaríkin“ og Kína, að verja eigin iðnað og atvinnulíf. Það segir Þorgerður vekja spurningu um hvernig Íslendingar geti varið sína hagsmuni og átt aðgang að mörkuðum.

Evrópa fyrst

Ljóst er að Evrópusambandið ætlar sér í vaxandi mæli að setja Evrópusambandsríkin í fyrsta sætið og verja evrópskan iðnað fyrir utanaðkomandi samkeppni, í andsvari við stefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Til þess hafa bæði Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, og Emmanúel Macron, forseti Frakklands, sameinast um að þrýsta á einföldun regluverks og viðskiptaumhverfis í sambandinu. 

Þannig boðaði Macron í dag Evrópusambandið myndi ná tæknilegu sjálfstæði og stafrænu sjálfræði frá Bandaríkjunum og Kína. Hann vísaði sérstaklega til tæknirisanna 7, Alphabet, Amazon, Apple, Meta, Microsoft, Nvidia og Tesla.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Ég vil hvorki varnarsamning (við eigum að halda áfram að vera hlutlaus þjóð.) né verksmiðju sem Kínverjar eiga að mestum hluta.. En ég held við eigum að halda áfram að vera í EES.
    2
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Fullkomlega eðlileg ákvörðun af hendi ESB.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár