Nýlega hefur borið á því að menn þekktir fyrir öfgafullan málflutning á samfélagsmiðlum tengi málstað sinn við eina útgáfu af orkudrykknum Egils Orku. Útgáfan heitir Floni II og er unnin í samstarfi við rapparann en dósirnar eru hvítar.
„Hvít orka er official drykkur íslenska öfgahægrisins,“ skrifaði Sverrir Helgason, sem skilgreinir sig sem kynþáttaraunsæismann og róttækan hægrimann, á X nýverið. Sverrir sagði sig nýlega úr stjórn Ungra Miðflokksmanna eftir að hann tók ekki fyrir að vera rasisti í hlaðvarpsþætti.
Arnar Arinbjarnarson, annar virkur netverji á X, skrifaði að það væri „skemmtilegt að Ölgerðin, dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins, komi með Hvíta orku á markað.“ Við færsluna setti hann svo hlekk á Wikipedia-síðuna um slagorðið „White power“ sem notað er af fólki sem trúir á yfirburði hvíts fólks yfir öðrum.
Nafnlaus aðgangur …















































Athugasemdir