Innflytjendur á unglingsaldri eru meira en fjórum sinnum líklegri en innfæddir til að upplifa hatursglæpi. Þetta kemur fram í grein Margrétar Valdimarsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, sem hefur verið birt í fræðiritinu Journal of Contemporary Criminal Justice.
Rannsókn Margrétar byggir á gögnum sem safnað var hjá 3.000 unglingum á aldrinum 13 til 17 ára. Hatursglæpir gagnvart innflytjendum á unglingsaldri hafa orðið meira áberandi samhliða fólksflutningum milli landa og aukinni menningarlegri fjölbreytni samfélaga, að því fram kemur í greininni.
„Unglingsaldurinn er mótunartími sem hefur í för með sér mótun sjálfsmyndar, þróun á samböndum við jafningja og meiriháttar félagslegan og tilfinningalegan þroska,“ segir í greininni, sem er á ensku, í þýðingu blaðamanns. „Upplifanir á þessu stigi geta haft varanleg áhrif á samfélagsmótun og andlega heilsu. Fyrir innflytjendur á unglingsaldri felur þessi tími oft í sér tvöfalda umbreytingu þar sem þeir þurfa bæði að mæta almennum áskorunum unglingsaldurs og einnig því verkefni …













































Athugasemdir