Útgefandi Taylor Swift og The Weeknd semur um tónlistarsköpun við gervigreindarfyrirtæki

Uni­versal Music Group hef­ur gert fyrsta leyf­is­samn­ing­inn um tónlist búna til með gervi­greind við sprota­fyr­ir­tæk­ið Udio. Ný áskrift­ar­þjón­usta verð­ur kynnt ár­ið 2026 og bygg­ir á tónlist með heim­il­uð­um rétt­ind­um, sem mark­ar tíma­mót í tón­listar­iðn­að­in­um.

Útgefandi Taylor Swift og The Weeknd semur um tónlistarsköpun við gervigreindarfyrirtæki
Ósvarað Mörgum spurningum er enn ósvarað um samninginn, til að mynda hvort tónlistarfólk á mála hjá Universal Music fái eitthvað um það að segja hvort tónlist þeirra sé miðlað til gervigreindarfyrirtækisins.

Samningur milli Universal Music Group og nýsköpunarfyrirtækisins Udio, sem sérhæfir sig í tónlistarsköpun með gervigreind, markar nýjan kafla í sögu tónlistariðnaðarins sem hefur orðið fyrir áhrifum af tilkomu gervigreindar.

„Nýja þjónustan, sem verður sett á laggirnar árið 2026, verður knúin nýrri háþróaðri sköpunargervigreind sem þjálfuð verður á heimilaðri og leyfðri tónlist,“ sögðu fyrirtækin tvö í sameiginlegri yfirlýsingu á fimmtudag.

Verkefnið, sem hefur enn ekki fengið nafn, verður „ný áskriftarþjónusta“ sem gerir notendum kleift að „aðlaga, streyma og deila tónlist á ábyrgan hátt á Udio-veitunni“, að því er fram kom í yfirlýsingunni.

Ekki var útskýrt nánar hvernig nýja þjónustan mun virka.

Ýmsum augljósum spurningum er því enn ósvarað, svo sem hvort listamenn þurfi að samþykkja að tónlist þeirra verði notuð, hvernig þeim verði greitt fyrir notkun og hvernig tónlist sem gervigreindin býr til verður dreift.

Samningurinn á fimmtudag er sá fyrsti sinnar tegundar í tónlistariðnaðinum. Þar veitir stórfyrirtækið UMG – …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár