Samningur milli Universal Music Group og nýsköpunarfyrirtækisins Udio, sem sérhæfir sig í tónlistarsköpun með gervigreind, markar nýjan kafla í sögu tónlistariðnaðarins sem hefur orðið fyrir áhrifum af tilkomu gervigreindar.
„Nýja þjónustan, sem verður sett á laggirnar árið 2026, verður knúin nýrri háþróaðri sköpunargervigreind sem þjálfuð verður á heimilaðri og leyfðri tónlist,“ sögðu fyrirtækin tvö í sameiginlegri yfirlýsingu á fimmtudag.
Verkefnið, sem hefur enn ekki fengið nafn, verður „ný áskriftarþjónusta“ sem gerir notendum kleift að „aðlaga, streyma og deila tónlist á ábyrgan hátt á Udio-veitunni“, að því er fram kom í yfirlýsingunni.
Ekki var útskýrt nánar hvernig nýja þjónustan mun virka.
Ýmsum augljósum spurningum er því enn ósvarað, svo sem hvort listamenn þurfi að samþykkja að tónlist þeirra verði notuð, hvernig þeim verði greitt fyrir notkun og hvernig tónlist sem gervigreindin býr til verður dreift.
Samningurinn á fimmtudag er sá fyrsti sinnar tegundar í tónlistariðnaðinum. Þar veitir stórfyrirtækið UMG – …


















































Athugasemdir