„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, tók þátt í afgreiðslu mála sem vörðuðu Skeljung á þremur fundum borgarráðs þar sem rætt var um samningsmarkmið vegna bensínstöðvalóða í Reykjavík. Maður Hildar fór á þeim tíma fyrir stærsta eiganda Skeljungs, sem hefur síðan selt þær lóðir sem samið var um fyrir tæpa 1,4 milljarða króna.

Hildur segir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins að hæfi hennar hafi aldrei komið til álita. Hún hafi verið í minnihluta í borgarstjórn og gagnrýnin á samningana um bensínstöðvalóðirnar. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) vegna málsins hafi verið unnin að hennar beiðni.

Jón Skaftason, eiginmaður Hildar, hefur verið náinn samstarfsmaður hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur um árabil.

Árið 2019 var Jón framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 hf., félagi Ingibjargar. Í apríl það ár varð 365 stærsti einstaki hluthafi Skeljungs með 10 prósent hlut.

Þann 9. maí það ár tók Hildur þátt í afgreiðslu borgarráðs á samningsmarkmiðum …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Athygisvert.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Oft kemur margt í ljós þegar betur er að gáð að er ekki til fyrirmyndar. Augljóslega er Hildur vanhæf að sitja fundi á vegum borgarstjórnar sem varða hagsmunamál sem tengjast eiginmanni hennar.
    Hildur hefur verið ötul við að gagnrýna en ætti að sjá sóma sinn að gæta betur hófs.
    Aldrei hefur þótt skynsamlegt að kasta grjóti úr glerhúsi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár