Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, tók þátt í afgreiðslu mála sem vörðuðu Skeljung á þremur fundum borgarráðs þar sem rætt var um samningsmarkmið vegna bensínstöðvalóða í Reykjavík. Maður Hildar fór á þeim tíma fyrir stærsta eiganda Skeljungs, sem hefur síðan selt þær lóðir sem samið var um fyrir tæpa 1,4 milljarða króna.
Hildur segir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins að hæfi hennar hafi aldrei komið til álita. Hún hafi verið í minnihluta í borgarstjórn og gagnrýnin á samningana um bensínstöðvalóðirnar. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) vegna málsins hafi verið unnin að hennar beiðni.
Jón Skaftason, eiginmaður Hildar, hefur verið náinn samstarfsmaður hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur um árabil.
Árið 2019 var Jón framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 hf., félagi Ingibjargar. Í apríl það ár varð 365 stærsti einstaki hluthafi Skeljungs með 10 prósent hlut.
Þann 9. maí það ár tók Hildur þátt í afgreiðslu borgarráðs á samningsmarkmiðum …













































Athugasemdir