Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, tók þátt í afgreiðslu mála sem vörðuðu Skeljung á þremur fundum borgarráðs þar sem rætt var um samningsmarkmið vegna bensínstöðvalóða í Reykjavík. Maður Hildar fór á þeim tíma fyrir stærsta eiganda Skeljungs, sem hefur síðan selt þær lóðir sem samið var um fyrir tæpa 1,4 milljarða króna.

Hildur segir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins að hæfi hennar hafi aldrei komið til álita. Hún hafi verið í minnihluta í borgarstjórn og gagnrýnin á samningana um bensínstöðvalóðirnar. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) vegna málsins hafi verið unnin að hennar beiðni.

Jón Skaftason, eiginmaður Hildar, hefur verið náinn samstarfsmaður hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur um árabil.

Árið 2019 var Jón framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 hf., félagi Ingibjargar. Í apríl það ár varð 365 stærsti einstaki hluthafi Skeljungs með 10 prósent hlut.

Þann 9. maí það ár tók Hildur þátt í afgreiðslu borgarráðs á samningsmarkmiðum …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Athygisvert.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Oft kemur margt í ljós þegar betur er að gáð að er ekki til fyrirmyndar. Augljóslega er Hildur vanhæf að sitja fundi á vegum borgarstjórnar sem varða hagsmunamál sem tengjast eiginmanni hennar.
    Hildur hefur verið ötul við að gagnrýna en ætti að sjá sóma sinn að gæta betur hófs.
    Aldrei hefur þótt skynsamlegt að kasta grjóti úr glerhúsi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
5
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár