Fyrr í vikunni var greint frá því að Sverrir Helgason, varamaður í ungliðahreyfingu Miðflokksins, hefði sagt sig úr stjórninni.
„Þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum Miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifaði hann á samfélagsmiðilinn X aðfaranótt miðvikudags ásamt skjáskoti af frétt mbl.is um málið.
Eldfimar skoðanir og kaldhæðni
Sverrir er gríðarlega virkur á X þar sem hann fjallar um ýmis hugðarefni sín sem eru talsvert langt til hægri á hinu pólitíska rófi, en sjálfur hefur hann sagst vera róttækur íhaldsmaður.
Sverrir aðhyllist kynþáttaraunsæi sem kveður á um það að ólíka kynþætti greini um hvað ákveðna líffræðilega þætti varðar, til dæmis greind. Hugmyndafræðin hefur oft verið tengd við líffræðilega kynþáttafordóma en erfðafræði nútímans hafnar þeirri hugmynd að mannkynið skiptist í …
 
            
        
    



















































Mbl sagði manninn ekki neita að vera rasisti án nokkurra sannanna í frétt, hvar maðurinn sagði „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt". Í framhaldi rætt að "margir séu kallaðir rasistar í dag og að innistæðan sé oft takmörkuð." Ergó: fólk kallar aðra rasista gjarnan án þess að sýna fram á það eða hafa forsendur til.
Vísir fullyrti að maðurinn gengist við rasisma en birti ekkert sem sýndi slíkt.. Viktor Orri fullyrti út frá frétt manninn segja suma kynþætti "óæðri" og ofbeldishneigða án þess að nokkuð slíkt kæmi fram í fréttinni.
RÚV ræddi erfðamál, genamál við stjórnmálafræðing, en ekki erfðafræðing og hegðunarfræðing (behavioral scientist) eins og eðlilegra væri.
Og Heimild étur þetta allt upp. Allir fjölmiðlarnir klikkuðu á 26. gr. Almenningur tapar, upplýsist ekki sem skyldi, og er att saman. Smelluveiðar fyrir fjölmiðla, og athygli almennings beint frá hagsmunum sínum.