„Ownaðu þennan stimpil, þú ert rasista king“

Sverr­ir Helga­son sagði sig í vik­unni úr stjórn Ungra Mið­flokks­manna eft­ir um­deild um­mæli. Sverr­ir hef­ur tal­að út frá því sem kall­að hef­ur ver­ið trölla­menn­ing sem geng­ur út á að miðla skoð­un­um um kyn­þætti og vald­beit­ingu í bún­ingi kald­hæðni.

„Ownaðu þennan stimpil, þú ert rasista king“
Þolir ekki vókið Sverrir talar gjarnan gegn hugtakinu vók. „Við eigum ekki að láta woke-libbamiðlana stýra því hvað við ræðum og hvernig við högum okkur. Við eigum ekki að láta stjórnast af aðstæðum heldur taka stjórn á þeim,“ skrifaði hann nýlega á samfélagsmiðlum.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Sverrir Helgason, varamaður í ungliðahreyfingu Miðflokksins, hefði sagt sig úr stjórninni.

„Þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum Miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifaði hann á samfélagsmiðilinn X aðfaranótt miðvikudags ásamt skjáskoti af frétt mbl.is um málið.

Eldfimar skoðanir og kaldhæðni

Sverrir er gríðarlega virkur á X þar sem hann fjallar um ýmis hugðarefni sín sem eru talsvert langt til hægri á hinu pólitíska rófi, en sjálfur hefur hann sagst vera róttækur íhaldsmaður.

Sverrir aðhyllist kynþáttaraunsæi sem kveður á um það að ólíka kynþætti greini um hvað ákveðna líffræðilega þætti varðar, til dæmis greind. Hugmyndafræðin hefur oft verið tengd við líffræðilega kynþáttafordóma en erfðafræði nútímans hafnar þeirri hugmynd að mannkynið skiptist í …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IS
    Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Kenni mig hvorki við Miðflokk né Sverri. En hef óþol gagnvart rangfærslum og afvegaleiðingum. Hvorki Heimilidin né Mbl né Visir né RÚV uppfylltu 26. fjölmiðlalaga í umfjöllun um málið skv. mínum skilningi. Grein sem segir m.a. "uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og fréttatengdu efni] 1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna."

    Mbl sagði manninn ekki neita að vera rasisti án nokkurra sannanna í frétt, hvar maðurinn sagði „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt". Í framhaldi rætt að "margir séu kallaðir rasistar í dag og að innistæðan sé oft takmörkuð." Ergó: fólk kallar aðra rasista gjarnan án þess að sýna fram á það eða hafa forsendur til.

    Vísir fullyrti að maðurinn gengist við rasisma en birti ekkert sem sýndi slíkt.. Viktor Orri fullyrti út frá frétt manninn segja suma kynþætti "óæðri" og ofbeldishneigða án þess að nokkuð slíkt kæmi fram í fréttinni.
    RÚV ræddi erfðamál, genamál við stjórnmálafræðing, en ekki erfðafræðing og hegðunarfræðing (behavioral scientist) eins og eðlilegra væri.
    Og Heimild étur þetta allt upp. Allir fjölmiðlarnir klikkuðu á 26. gr. Almenningur tapar, upplýsist ekki sem skyldi, og er att saman. Smelluveiðar fyrir fjölmiðla, og athygli almennings beint frá hagsmunum sínum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu