Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir Argentínu minna á hversu mikilvægt og verðmætt það er að stjórnvöld sýni að þeim sé alvara með að ná tökum á ríkisfjármálum.
Í færslu á samfélagsmiðlum lofar Sigmundur Davíð efnahagsstjórn Javíer Milei, forseta Argentínu, en hægriflokkur hans sigraði í þingkosningum á sunnudaginn eftir tvö ár af umdeildri „shock therapy“ efnahagsstjórn forsetans sem leiddi til þess að Bandaríkjastjórn veitti Argentínu nýlega neyðarlán upp á tugi milljarða dollara til að styrkja pesóann.
„Ríkið og almenningur standa því miklu betur í dag en í gær og geta horft fram á minni verðbólgu og lægri vaxtagreiðslur,“ skrifar Sigmundur Davíð um úrslit kosninganna.
Bendir hann á að ávöxtunarkrafa á argentínsk ríkisskuldabréf hafi fallið við kosningasigur flokks Milei og virði bréfanna aukist.
„Þegar Milei var kjörinn forseti með loforði um að taka til í ríkisrekstrinum lækkaði verðbólga og ávöxtunarkrafa,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Þegar fréttir fóru að berast af því …
















































Athugasemdir (2)