Lítur til Argentínu í ríkisfjármálum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, lof­ar nið­ur­skurð Javíer Milei, for­seta Arg­entínu, í rík­is­fjár­mál­um. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti veitti Arg­entínu lán upp á tugi millj­arða Banda­ríkja­dala og hót­aði að draga það til baka yrði flokk­ur for­set­ans ekki end­ur­kjör­inn.

Lítur til Argentínu í ríkisfjármálum
Sigmundur Davíð og forsetarnir tveir Formaður Miðflokksins lofar efnahagsstefnu Javíer Milei Argentínuforseta sem Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi til sigurs í þingkosningum á sunnudaginn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir Argentínu minna á hversu mikilvægt og verðmætt það er að stjórnvöld sýni að þeim sé alvara með að ná tökum á ríkisfjármálum.

Í færslu á samfélagsmiðlum lofar Sigmundur Davíð efnahagsstjórn Javíer Milei, forseta Argentínu, en hægriflokkur hans sigraði í þingkosningum á sunnudaginn eftir tvö ár af umdeildri „shock therapy“ efnahagsstjórn forsetans sem leiddi til þess að Bandaríkjastjórn veitti Argentínu nýlega neyðarlán upp á tugi milljarða dollara til að styrkja pesóann.

„Ríkið og almenningur standa því miklu betur í dag en í gær og geta horft fram á minni verðbólgu og lægri vaxtagreiðslur,“ skrifar Sigmundur Davíð um úrslit kosninganna.

Bendir hann á að ávöxtunarkrafa á argentínsk ríkisskuldabréf hafi fallið við kosningasigur flokks Milei og virði bréfanna aukist.

„Þegar Milei var kjörinn forseti með loforði um að taka til í ríkisrekstrinum lækkaði verðbólga og ávöxtunarkrafa,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Þegar fréttir fóru að berast af því …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Vonandi munu þessir lýðræðisböðlar ekki ná frekari ítökum hér á landi.
    1
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Þá vitum við það. SDG hefur áhuga á að koma fleiri löndum undir fátæktarmörk. Eykst hagur fjármagnseigenda við það???
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu