Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi

Starfs­menn bank­anna brugð­ust við vaxta­dómi með því að spá fyr­ir um að hús­næð­is­lán yrðu dýr­ari fyr­ir neyt­end­ur. Hátt­sem­in „sér­stak­lega skað­leg á fákeppn­ismörk­uð­um“, seg­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið í bein­skeyttri yf­ir­lýs­ingu til bank­anna.

Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi
Vara við samkeppnishömlum Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðbragða við vaxtadómi Hæstaréttar, þar sem ákveðin ákvæði í íbúðalánasamningum Íslandsbanka voru úrskurðuð ólögleg. 

Eftirlitið varar við því að viðbrögð starfsmanna bankanna geti jafngilt broti á samkeppnislögum. 

„Í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka hefur sprottið umræða um möguleg áhrif dómsins um vaxtakjör til framtíðar. Í einhverjum tilvikum hafa starfsmenn eða stjórnendur bankanna leitt að því líkur að dómurinn muni leiða til hækkunar vaxta.“

Hagfræðingur hjá Arion banka spáði því meðal annars eftir dóminn í fyrradag að það muni „annað hvort þurfa að hækka vexti eða að bjóða eingöngu upp á stutta fjármögnun í einu“ vegna dómsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að ef lán verð hér eftir miðuð við stýrivexti, plús einhvers fasts álags bankanna, þá felst í því aukin áhætta fyrir bankana,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

„Það getur til dæmis talist til ólögmæts samráðs ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, t.d. í fjölmiðlum,“ segir Samkeppniseftirlitið.

„Til þess að samkeppni þrífist þurfa fyrirtæki að búa við ákveðna óvissu um það hvernig keppinautarnir hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum hverju sinni, s.s. verðhækkunum frá birgjum, ákvörðunum stjórnvalda eða dómsúrlausnum. Í samkeppnisumhverfi leita fyrirtæki mismunandi leiða til að bjóða vörur eða þjónustu á sem hagstæðustu verði, s.s. að hagræða í rekstri. Búi fyrirtæki hins vegar yfir vitneskju um viðbrögð keppinautanna dregur úr hvötum þeirra til að keppa og halda verði niðri,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá varar Samkeppniseftirlitið berum orðum við því að orðræða starfsmanna bankanna geti skapað samkeppnishömlur á markaði húsnæðislána.

„Meðal annars af þessum ástæðum banna samkeppnislög einnig hvers konar samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það bann fellur til dæmis upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur þeirra fyrir hækkunum. Viðurkennt er að háttsemi af þessu tagi sé sérstaklega skaðleg á fákeppnismörkuðum.“

Yfirlýsing Samkeppniseftirlitsins

Í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka hefur sprottið umræða um möguleg áhrif dómsins um vaxtakjör til framtíðar. Í einhverjum tilvikum hafa starfsmenn eða stjórnendur bankanna leitt að því líkur að dómurinn muni leiða til hækkunar vaxta.

Af þessu tilefni áréttar Samkeppniseftirlitið að gera verður þá kröfu til keppinauta á viðskiptabankamarkaði að þeir taki sjálfstæðar ákvarðanir um vaxtakjör sín. Starfsmenn og stjórnendur viðskiptabanka ættu undir engum kringumstæðum að miðla upplýsingum til keppinauta um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á vaxtakjörum, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust, né með öðrum hætti.

Samkeppnislög banna hvers konar samráð milli fyrirtækja sem hefur það að markmiði eða af því leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni eða hún takmörkuð. Það getur til dæmis talist til ólögmæts samráðs ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, t.d. í fjölmiðlum.

Til þess að samkeppni þrífist þurfa fyrirtæki að búa við ákveðna óvissu um það hvernig keppinautarnir hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum hverju sinni, s.s. verðhækkunum frá birgjum, ákvörðunum stjórnvalda eða dómsúrlausnum. Í samkeppnisumhverfi leita fyrirtæki mismunandi leiða til að bjóða vörur eða þjónustu á sem hagstæðustu verði, s.s. að hagræða í rekstri. Búi fyrirtæki hins vegar yfir vitneskju um viðbrögð keppinautanna dregur úr hvötum þeirra til að keppa og halda verði niðri.

Meðal annars af þessum ástæðum banna samkeppnislög einnig hvers konar samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það bann fellur til dæmis upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur þeirra fyrir hækkunum.

Viðurkennt er að háttsemi af þessu tagi sé sérstaklega skaðleg á fákeppnismörkuðum.

Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár