Prófa sig áfram með gervigreind í skólum

Nýtt op­in­bert til­rauna­verk­efni mun veita kenn­ur­um að­gang að tveim­ur gervi­greind­ar­tól­um til að nýta til und­ir­bún­ings fyr­ir kennslu. Ekki er ver­ið að „inn­leiða gervi­greind í ís­lenska skóla“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Prófa sig áfram með gervigreind í skólum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur sett á fót tilraunaverkefni í samstarfi við Kennarasamband Íslands sem snýst um að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar í kennslu.

„Í samstarfi við Anthropic og Google mun MMS bjóða 600 kennurum um allt land aðgang að tveimur af nýjustu gervigreindartólunum,“ segir í tilkynningu. „Aðgangurinn nýtist til undirbúnings fyrir kennslu og mun fylgja honum námsefni, fræðsluefni og sérstakt stuðningsnet.“

Tekið er sérstaklega fram að ekki sé verið að „innleiða gervigreind í íslenska skóla“ heldur sé um tilraunaverkefni að ræða þar sem valinn sé hópur áhugasamra kennara sem fái aðgang að gervigreindartólum. „Þetta er aðeins tilraun til að meta áhrif áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig nota ætti slík verkfæri í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er aðeins tilraun til að meta áhrif áður en tekin er ákvörðun“

Verkefnið stendur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár