Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur sett á fót tilraunaverkefni í samstarfi við Kennarasamband Íslands sem snýst um að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar í kennslu.
„Í samstarfi við Anthropic og Google mun MMS bjóða 600 kennurum um allt land aðgang að tveimur af nýjustu gervigreindartólunum,“ segir í tilkynningu. „Aðgangurinn nýtist til undirbúnings fyrir kennslu og mun fylgja honum námsefni, fræðsluefni og sérstakt stuðningsnet.“
Tekið er sérstaklega fram að ekki sé verið að „innleiða gervigreind í íslenska skóla“ heldur sé um tilraunaverkefni að ræða þar sem valinn sé hópur áhugasamra kennara sem fái aðgang að gervigreindartólum. „Þetta er aðeins tilraun til að meta áhrif áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig nota ætti slík verkfæri í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
„Þetta er aðeins tilraun til að meta áhrif áður en tekin er ákvörðun“
Verkefnið stendur …
Athugasemdir