Á
landsfundi Miðflokksins sem fram fór um helgina voru málefni flóttafólks sett á oddinn. Í ræðu sinni lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, áherslu á „þjóðrækni og heilbrigða skynsemi“ og kvaðst vilja byrja umræðuna á útlendingamálum, „því þau hafa áhrif á allt hitt og alla framtíð þjóðarinnar.“
Sem forsendu sagði Sigmundur „ekkert samfélag [fá] þrifist ef það hefur ekki vilja til að vernda hópinn“. Þá fullyrti hann að „stjórnleysi“ ríkti í málaflokknum sem þyrfti að stöðva. „Öflugt velferðarkerfi og opin eða lek landamæri eru ósamrýmanleg,“ sagði Sigmundur Davíð.
Heimildin yfirfór útlendingamál á Íslandi í því skyni að sannreyna staðhæfingu um að landamæri Ísland væru opin eða lek. Umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur fjölgað á alþjóðavísu. Innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi síðustu ár. Samkvæmt tölfræði frá Stjórnarráði Íslands hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hins vegar fækkað umtalsvert á Íslandi frá árinu 2022.
Meðal annars var undanþága umsækjenda frá Venesúela …
Athugasemdir (1)