Er búið að eyðileggja miðborgina?

Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, finnst vera bú­ið að eyði­leggja mið­borg Reykja­vík­ur. Gang­andi veg­far­end­ur sem Heim­ild­in náði tali af í mið­bæn­um eru þó fæst­ir á sömu skoð­un.

Er búið að eyðileggja miðborgina?
Hrátt Sumir viðmælendur Heimildarinnar eru ekki ýkja hrifnir af nýbyggingum í miðborginni. Mynd: Víkingur

Nýverið fór Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, í hlaðvarpsþáttinn Sjókastið þar sem hún gagnrýndi meðal annars stjórnarhætti og skipulagsmál í Reykjavík. 

„Skipulagsmál borgarinnar eru algjör hörmung. Mér finnst eiginlega búið að eyðileggja miðborgina. Þessi köldu hús sem hafa verið byggð á Hafnartorgi og víðar [...] Mér finnst þau köld í þessari borgarmynd,“ sagði Guðrún í þættinum og tók fram að flokkur hennar væri tilbúinn að taka Reykjavíkurborg að sér til að rétta úr þróuninni. 

En er búið að eyðileggja miðborgina? Heimildin fór á stúfana og spurði gangandi vegfarendur hvort þeir væru sammála þessari staðhæfingu formanns Sjálfstæðisflokksins. 

„[Mér finnst það] ekki rétt en mér finnst ég ekki dómbær á það, ég er að vinna í miðbænum en samt fer ég ekki oft þangað,“ segir Arna Emilía Vigfúsdóttir. Hún segist þó átta sig á áhyggjum þeirra sem séu á sama máli og Guðrún.

„Mér finnst þessar nýbyggingar þarna ekki vera …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ES
    Egill Sæbjörnsson skrifaði
    Alltaf góður hann Raggi vinur, hnyttinn, og vinalegur. En hvað á maður að segja, fínt að fólk hafi mismunandi skoðanir og við þurfum öll að þroskast einhvern veginn saman. Konseptið um verndun sögu okkar og að halda rótunum í umhverfinu er annað konsept en hvort ný hús eða gömul séu betri. Mér langar til að svona lauma því inn, að fólk fari meira að hugsa um verndun borgarmyndarinnar. Það vantar algerlega í meðferð hafnarinnar. Þar voru hús rifin sem hefðu getað staðið og gefið okkur og komandi kynslóðum eitthvað til að skilja hvernig lífið var hér á mótunarárum borgarinnar. Í rauninni ætti að vernda allt innan Gömlu Hringbrautar eins og reyndar er talað um í lögum um borgina. En það er eins og það ríki blinda, kannski skiljanleg, því fólk er alltaf innan í þessu svæði og sér það ekki utan frá. Það þarf að passa upp á söguna okkar. Án gömlu húsanna í mibænum væri Reykjavík bara eitthvað allt annað. Og ef það er of mikið tekið af þessu svæði, með nútímabyggingum, og þessi gömlu tekin í burtu, eins og gert var á Hafnartorgi og Vesturbugt, þá... er það eins og að kannski svona mála aðeins inn á Kjarvals málverk, því það þurfi aðeins að bæta það, gera það nú nútímalegra. En, spennandi að sjá hvernig þetta þróast... þetta er nú meira... ég vona að þessi dialogur þróist meira í þá átt sem ég er að ýja hérna að. Peace!
    5
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þessi núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að skoða Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983. Þar voru mjög róttækar hugmyndir um hraðbrautavæðingu Reykjavíkur og hefði verið skelfilegt ef af hefði orðið.
    Núverandi framkvæmdir í Reykjavík er andstæða fyrri hugmynda Sjálfstæðisflokksins sem réðu bókstaflega öllu í Reykjavík áratugum saman.
    Ætla mætti að formaðurinn stundi steinakast úr eigin glerhúsi.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár