Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Eyþór hagnast af eignum

Eigna­safn Ey­þórs Arn­alds gef­ur af sér þrátt fyr­ir erf­ið­leika.

Eyþór hagnast af eignum
Eyþór Arnalds Athafna- og sjálfstæðismaðurinn hefur tekið þátt í mörgum frumkvöðlaverkefnum og notið aðstoðar lykileiganda Samherja. Mynd: Bára Huld Beck

Tónlistarmaðurinn, athafnamaðurinn og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Arnalds, hagnaðist um 82 milljónir króna í gegnum einkahlutafélag sitt Ramses, í fyrra. Hagnaðurinn sprettur eingöngu af hlutdeild í afkomu dótturfélaga.

Ramses ehf. skuldar tengdum aðila 148 milljónir króna og sömuleiðis á félagið kröfu á tengdan aðila upp á 121 milljón. Félagið skuldar í heild 242 milljónir króna en eigið fé er 398 milljónir.

Eignir í mörgum félögum

Lykileign félags Eyþórs er Alur Álvinnsla ehf. í Hafnarfirði sem hagnaðist um 122 milljónir króna 2023 en hefur ekki skilað ársreikningi síðasta árs.

Félag Eyþórs á sömuleiðis fjórðung í Stakk Energy ehf, nýstofnuðu félagi, á móti viðskiptafélaga sínum og fyrrverandi tengdaföður, Herði Jónssyni, og tveimur ungmennum, Sölva Guðmundssyni og Leifi Steini Gunnarssyni, í gegnum félagið Storm Datacenters.

Þá er félagið með 13,5% eignarhlut í Strokki Sílíkon ehf, sem kom meðal annars að kísilmálmverksmiðju Thorsil sem gengið hefur treglega að koma …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Eyjólfsson skrifaði
    Ég samgleðst honum, gott að geta grillað á kvöldin eftir góðan bissnessdag.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár