Björn Gíslason og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hafa skipt um sæti í fagráðum borgarinnar í annað skipti á þessu ári. Björn hefur tekið sæti í mannréttindaráði á ný en Kjartan í menningar- og íþróttaráði.
Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnarfundar í gær.
Var talinn vanhæfur
Björn hefur setið í menningar- og íþróttaráði frá því í júní en skipun hans rataði í fréttir vegna þess að borgarlögmaður komst að því árið 2023 að hann væri vanhæfur til setu í ráðinu vegna formennsku sinnar í íþróttafélaginu Fylki.
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn barðist hart því að koma Birni inn í ráðið hefur hann þó ákveðið að snúa aftur í mannréttindaráð. „Þetta var bara díll sem við Kjartan gerðum okkar á milli,“ segir Björn spurður út í að hvers frumkvæði hann snúi aftur í sitt fyrra ráð.
Björn er sitjandi formaður Fylkis og hefur félagið, eins og önnur íþróttafélög í borginni, haft umsjón með …
Athugasemdir