Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra stýrir, fjárfesti í innlendum bréfum eftir stofnun árið 2021 fram til ársins 2023.
Þetta stangast á við svar Seðlabankans við fyrirspurn Heimildarinnar þar sem fram kom að sjóðurinn fjárfesti aðeins í erlendum bréfum og því hafi gengi krónu og vaxtaákvarðanir hér á landi ekki áhrif á ávöxtun sjóðsins. Styrking Bandaríkjadals gagnvart krónu kom „eins og bónus“ fyrir hluthafa sjóðsins, sagði Helga í blaðaviðtali ári eftir stofnun sjóðsins.
Sjóðurinn tók þátt í frumútboði á hlutum í Íslandsbanka á stofnári sínu 2021 en kaupendur í útboðinu voru ekki nafngreindir opinberlega. Á þessum tíma var Ásgeir seðlabankastjóri og þau Helga trúlofuð.
Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Helga, sem er stofnandi, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Spaki Invest, að innlend hlutabréf hafi verið á meðal fjárfestinga sjóðsins á fyrstu tveimur starfsárum hans. Sjóðurinn hafi meðal annars …
Athugasemdir (1)