Eitt af því sem veldur hvað mestum vanda varðandi hugsanlega friðarsamninga í Úkraínu er sú ómótmælanlega staðreynd að Úkraínumenn treysta ekki Rússum. Þeir segja sem svo: Jú, kannski væri hægt að semja um stríðslok við Rússa gegn einhverri (lágmarks) eftirgjöf landsvæða og reyna svo að hefjast handa um endurbyggingu landsins en sama hvað stæði í þeim samningum, þá gætu Rússar farið af stað aftur eftir eitt ár eða tvö, fimm ár eða tíu.
Og Úkraínumenn hefðu vissulega ástæðu til óttast það.
Orðspor Rússa hvað snertir orðheldni og samninga er ekki gott.
Og Úkraínumenn vísa þá sérstaklega til Búdapest-yfirlýsingarinnar svonefndu frá 1994.
Skoðum þá yfirlýsingu.
Sovétríkin hrundu eins og allir muna glöggt um jólin 1991. Þá höfðu öll 15 Sovétlýðveldin sem mynduðu ríkið lýst yfir sjálfstæði og fullveldi, þar á meðal bæði Rússland og Úkraína.
Vitaskuld reyndist flókið mál að gera upp dánarbú Sovétríkjanna en úr varð að litið skyldi …
Athugasemdir