„Við erum að taka húsnæðismálin föstum tökum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra á blaðamannafundi í vikunni þegar þingmálaskrá var kynnt fyrir nýhafið löggjafarþing.
Húsnæðismálin hafa verið fyrirferðarmikil undanfarið og lýsti Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra húsnæðismarkaðinum sem mjög sveiflukenndum í viðtali í Kastljósi í lok ágúst. Hann sagði ríkisstjórnina hafa mjög skýran vilja til að hverfa frá „skammtímalausnum og plástrum“ og lagði áherslu á að styrkja framboð til lengri tíma.
Heimildin tók saman þær áherslur sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft síðan í alþingiskosningum í nóvember og hvers megi vænta á nýju þingi.
Kerfisbreytingar, eignaíbúðakerfi og ungt fólk
Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu allir áherslu á að koma málaflokknum í fastar skorður í alþingiskosningum í nóvember síðastliðinn. Samfylkingin var með ítarlega stefnu í húsnæðismálum þar sem meðal annars var fjallað um bráðabirgðaaðgerðir og kerfisbreytingar „til að halda aftur af hækkun fasteigna- og leiguverðs“.
Flokkur fólksins boðaði nýtt húsnæðislánakerfi „með áherslu á fasta …
https://samradapi.island.is/api/Documents/141e9b06-9678-f011-9bce-005056bcce7e