„Við erum að taka húsnæðismálin föstum tökum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra á blaðamannafundi í vikunni þegar þingmálaskrá var kynnt fyrir nýhafið löggjafarþing.
Húsnæðismálin hafa verið fyrirferðarmikil undanfarið og lýsti Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra húsnæðismarkaðinum sem mjög sveiflukenndum í viðtali í Kastljósi í lok ágúst. Hann sagði ríkisstjórnina hafa mjög skýran vilja til að hverfa frá „skammtímalausnum og plástrum“ og lagði áherslu á að styrkja framboð til lengri tíma.
Heimildin tók saman þær áherslur sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft síðan í alþingiskosningum í nóvember og hvers megi vænta á nýju þingi.
Kerfisbreytingar, eignaíbúðakerfi og ungt fólk
Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu allir áherslu á að koma málaflokknum í fastar skorður í alþingiskosningum í nóvember síðastliðinn. Samfylkingin var með ítarlega stefnu í húsnæðismálum þar sem meðal annars var fjallað um bráðabirgðaaðgerðir og kerfisbreytingar „til að halda aftur af hækkun fasteigna- og leiguverðs“.
Flokkur fólksins boðaði nýtt húsnæðislánakerfi „með áherslu á fasta …
Umræða um húsnæðismál er afgerandi í lífi ungs fólks og leigjenda nú um stundir. Í rauninni er það umhugsunarvert, hvers vegna húsnæðismál séu í þvílíku ólestri eins og raun ber vitni.
Það sem hingað til í sögu lýðveldisins, hefur borið uppi alla umræðu um húsnæðismál, er þetta sífellda tal um séreignarstefnu í húsnæðismálunum, stefnu sem er dauðadæmd fyrir alla alþýðu manna; a.m.k. meðan krónan rýrnar í hverjum mánuði (eða svo gott sem). Auðvitað á ekki að snúa bakinu við séreignarstefnunni, en hún á að vera aukatriði í pólitíkinni og vera aðgengileg fyrir þá, sem telja sig geta staðið undir lánum og afborgunum og komast í gegnum nálaraugað hjá bönkunum og telja sig óhulta fyrir hækkandi vöxtum í peningastefnu málum. Þ.e.a.s. miklum minnihluta þjóðarinnar. EN HVAÐ UM ALLA HINA?
Við getum ímyndað okkur hjón, sem búa í litlu þorpi úti á landi; konan vinnur myrkranna á milli í frystihúsinu og eiginmaðurinn hefu líka sínar tekjur af fiskvinnu; stundum af skaki á báti með félögum sínum í frítímum og um helgar; en líka í frystihúsinu. Með tekjum sínum geta þau fest sér raðhús, sem stendur autt í þorpinu og er í eigu opinberra aðila og hafa komizt í gegnum nálarauga bankans. Örfáum ársfjórðungum seinna, er draumurinn brostinn. Kvótinn seldur úr þorpinu, frystihúsinu lokað og atvinnuleysi og vonarvöl framundan. – Þetta er því miður örlög allt of margra fjölskyldna. NÚTÍMA ÁTTHAGAFJÖTRAR!
Í húsnæðismálum verða stjórnvöld að gera nokkrar reglur gildandi:
Gagnvart einstaklingum.
1. Vaxtabætur skulu einungis greiddar til húseiganda á lögheimili hans, en ekki af t.d. 3 íbúðum sama eiganda.
2. Búsetuskylda skal vera á eigin íbúð til að koma fyrir, að einstaklingar „safni“ íbúðum og verji sig á þann hátt gagnvart hinni ónothæfu ísl krónu.
Gagnvart leigufélögum og einstaklingum þar sem við á:
1. Allar íbúðir skulu vera í útleigu.
2. Leiguverð á fermetra, skal ákvarðast af aldri húsnæðisins.
3. Lykilgjald fyrir hverja íbúð skal vera sama og 3ja mánaða húsaleiga.
4. Leigusamningur skal vera óuppsegjanlegur.
5. Allir fylgihlutir, sem innifaldir eru í leigunni skv. leigusamningi, skal leigusali viðhalda.
6. Uppsagnarfrestu leigutaka skal vera 3 mánuðir.
7. Lykilgjald er ekki fyrirfram greidd húsleiga. Heldur eingöngu notuð til þess að betrumbæta spjöll á leiguíbúðinni, sem rekja má til leigutaka.
Nú skulum við líta á hvern punkt fyrir sig.
1 Ef íbúð/íbúðir í eigu leigufélags standa auðar einhvern lágmarks tíma, getur Húsleigunefnd sveitarstjórnar leigt út íbúðina; og beri alla ábyrgð á leigjandanum gagnvart leigufélaginu.
2 Það gefur augaleið, að íbúð, sem tekin er í notkun á árunum 1980-90, er skipulega öðruvísi en íbúð, sem tekin er í notkun 2020-24. Þess vegna er ekki eðlilegt, að leiguverð á fermetra og lykilgjald, sé það sama á þessum tveimur íbúðum. Taka þarf tillit til byggingarvísitölu og lánakjara, þegar útleiga íbúðarinna hefst og einnig, að lánin greiðist upp á 30 árum.
3 Ef lykilgjald er 3ja mánaða húsleiga, þá er lykilgjaldið mismunandi eftir aldri íbúðarinnar.
4 Koma verður í veg fyrir, að leigufélög (eða húseigendur almennt) geti leikið þann leik, að segja leigusamningi upp eftir rúmt ár, og síðan gefa leigjanda kost á því, að ganga að nýjum samningum með hækkaða húsleigu. Auk þess væri rétt og eðlilegt, að leigusamningi sé rift, ef húasaleiguskuld safnas upp eða ef fjölskylda leigutaka er staðin að því að valda skemmdum á húseigninni eða standa fyrir ólöglegu athæfi í leiguíbúðinni (t.d. hass-sala eða önnur hegningarlagabrot). En ef leigutaki stendur við alla skilmála og greiðir reglulega húsleigu, þá á ekkert að vera til þess að segja leigutaka upp leigunni. Hins vegar verður að líta á þann möguleika, að viðkomandi leigutaki sé álitinn af öllum almenningi, ekki í húsum hæfur (hávaði um nætur og annað ónæði og/eða áfenissýki) og leigusala þar með gefið tækifæri á að segja leigusamningi upp.
5 Áður á árum voru ekki fylgihlutir algengir í leiguíbúðum. Nú er aftur á móti algengt, að ísskápur, frystikista (-skápur) og kannski uppþvottavél og þvottavél (eða aðgangur að slíkri vél), sé með í leigusamningnum. Þess vegna er augljóst, að viðhald og endurnýjun þessara fylgihluta skal vera leigusalans.
6 Strax og leigusali hefur móttekið uppsögn frá leigjanda, skal hann og leigutaki fara yfir íbúðina og finna út hvar þarf að betrumbæta vegna mistaka leigjanda. Aftur á móti verður að taka tillit til eðlegs slits vegna langrar búsetu leigutaka.
7 Trygging leigusala fyrir greiðslu á viðhaldi leiguíbúðar, skal vera lykilgjaldið. Það á einungis að vera, til að greiða fyrir viðhald íbúðarinnar. Það þýðir m.ö.o. að leigutaki verði að greiða húsleigu í þá þrjá mánuði, sem uppsagnarfresturinn er.
8 Leigusala skal skylt að greiða 1% af húsaleigu í „viðhaldssjóð“, sem virkar þannig að eftir 100 mánuði eða 8 ár og 3 mánuði, á leigutaki rétt á að fá íbúðina málaða á kostnað leigusala (viðhaldssjóðs). Ef leigtaki segir upp leigusamningi fyrir þann tíma, leggst andvirði „viðhaldssjóðs“ við lykilgjaldið og verði notað til greiðslu viðhalds íbúðarinnar við fráflutning. Mismunur, ef einhver er, greiðist af leigutaka.
9 Leigutaka skal vera skylt að taka heimilistryggingu hjá einhverju Tryggingarfélagi.
Þessi hugleiðing mín er samin með hliðsjón af dönskum leigusamningi mínum, sem ég hef lifað með í hálfa öld!
Reynum að sækja fyrirmynd til frændþjóða okar á Norðurlöndum; og koma húsnæðisbraskinu til lífs!
https://samradapi.island.is/api/Documents/141e9b06-9678-f011-9bce-005056bcce7e